Lífið

Góðvinur Snoop Dogg lést í fangelsi

Sylvía Hall skrifar
Bad Azz á BET verðlaunahátíðinni árið 2001.
Bad Azz á BET verðlaunahátíðinni árið 2001. Vísir/Getty
Rapparinn Bad Azz er látinn, 43 ára að aldri. Rapparinn lést í haldi lögreglu eftir að hafa verið handtekinn, grunaður um heimilisofbeldi.

Bad Azz er þekktastur fyrir að vera vinur Snoop Dogg og í slagtogi með Tha Dogg Pound Gangsta Crips genginu. Hann starfaði með mörgum röppurum úr því gengi, sem og Tupac, Ice Cube og Busta Ryhmes.

Ekkert er vitað um dánarorsök sem stendur en Bad Azz var handtekinn á föstudag og átti að mæta fyrir dómara í dag. Trygging rapparans hljóðaði upp á tíu þúsund dollara, tæplega 1,3 milljónir íslenskra króna.



 
 
 
View this post on Instagram
A post shared by snoopdogg (@snoopdogg) on Nov 12, 2019 at 1:35am PST






Fleiri fréttir

Sjá meira


×