Innlent

Vaktin: Samherji í ólgusjó

Ritstjórn skrifar
Frá heimsókn Namibíumanna til Samherja í október 2012. Hér er skálað en Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er lengst til hægri á myndinni.
Frá heimsókn Namibíumanna til Samherja í október 2012. Hér er skálað en Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er lengst til hægri á myndinni. Wikileaks

Eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands er sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. Fyrrverandi starfsmaður Samherja í Afríku kom skjölum til Wikileaks og sagði frá aðferðum sínum og Samherja í Kveiki á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi.

Uppljóstrarinn, Jóhannes Stefánsson, fullyrti í þættinum að Samherji hefði gert hvað sem er til að komast yfir kvóta í Namibíu og mútugreiðslur hafi verið engin fyrirstaða.

Forstjóri Samherja skellir skuldinni alfarið á Jóhannes og segir vonbrigði að komast að því að Jóhannes hafi flækt Samherja í ólögmæt viðskipti. Jóhannes segist hafa fylgt skipunum Þorsteins og annarra háttsettra stjórnenda Samherja.

Vísir mun fylgja málinu, sem byrjað er að kenna við Samherjaskjölin, eftir í Vaktinni á Vísi í dag.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.