Innlent

Eva Joly telur óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir Kveik

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Eva Joly telur óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir umfjöllun Kveiks.. Hún segir eðlilegt að allsherjar rannsókn verði gerð á fyrirtækinu í þremur löndum.

Eva Joly sérfræðingur í fjármálaglæpum fer fyrir teymi lögmanna sem hefur tekið að sér mál Jóhannesar Stefánssonar sem ljóstraði upp viðskiptaháttum Samherja í Namibíu. Hún telur skjölin sýna alvarlega fjármálaglæpi.

„Samherji hefur átt viðskipti við spillta stjórnmálamenn í Namibíu til að ná til sín fiskveiðikvótum sem þeir hafa ekki rétt á. Þeir hafa ekki greitt eðlilegt verð fyrir þennan kvóta til namibíska ríkisins heldur til sömu stjórnmálamanna,“ segir Eva. 

Hún segir að Wikilieaksskjölin og málflutningur Jóhannesar Stefánssonar gefa tilefni til allsherjarrannsóknar á fyrirtækinu.

„Það þurfa að fara fram þrennar rannsóknir. Ein í Noregi um peningaþvætti, ein á Íslandi og ein í Namibíu,“ segir Eva.

Eva Joly var meðal þeirra sem rannsakaði fjármálahrunið hér á landi. Hún smæð samfélagsins hafi í för með sér ýmsa vankanta.

„Sama fólkið hefur gegnt sömu stöðunum lengi,sami flokkurinn hefur verið við völd mjög lengi. Valddreifing og gagnkvæmt aðhald virkar ekki sem skyldi á Íslandi sökum náinna tengsla,“ segir Eva. 

Þá finnst henni afar óeðlilegt að Sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir umfjöllun Kveiks.

„Það var ótækt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt  forstjóra Samherja eftir umfjöllunina og myndi aldrei líðast í öðrum löndum,“ segir Eva Joly. 

Hún ræddi jafnframt um sakamálarannsóknina í Namibíu, stöðu Jóhannesar Stefánssonar og um hvað hún telji að viðbrögð stjórnvalda eigi að vera vegna málsins. Viðtalið í heild er hægt að nálgast hér. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.