Sport

Í beinni í dag: Tvíhöfði í Eyjum og undankeppni EM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ester Óskarsdóttir
Ester Óskarsdóttir vísir/ernir

Það er af nægu að taka á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Sýndar verða tíu beinar útsendingar frá handbolta, fótbolta, golfi og formúlunni.

Það er tvíhöfði í Vestmannaeyjum í dag í Olísdeildunum. Dagurinn byrjar á leik ÍBV og HK í Olísdeild karla og er honum líkur tekur kvennaliðið við og mætir Fram.

HK er enn án stiga í Olísdeildinni og eru Vestmannaeyjar ekki auðveldasta vígið til þess að sækja stigin. ÍBV hefur þó ekki unnið leik síðan í september.

Kvennalið ÍBV er ekki í betri málum, situr í sjöunda sæti deildarinnar með fimm stig eftir 8 leiki. Fram hefur hins vegar aðeins tapað einum leik og situr á toppi deildarinnar.

Undankeppni EM 2020 í fótbolta er enn í fullum gangi og verða þrír leikir í beinni útsendingu. Viðureignir Kýpur og Skotlands, Rússa og Belga og Norður-Írlands og Hollands.

Allar upplýsingar um beinar útsendingar og dagskrá sportrásanna má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.

Beinar útsendingar í dag:
07:30 Nedbank Golf Challenge, Stöð 2 Golf
13:50 ÍBV - HK, Sport
13:50 Kýpur - Skotland, Sport 3
13:55 Formúla 1: Æfing, Sport 2
16:20 ÍBV - Fram, Sport 3
16:50 Rússland - Belgía, Sport
16:50 Formúla 1: Tímataka, Sport 2
19:00 Mayakoba Golf Classic, Stöð 2 Golf
19:35 Norður-Írland - Holland, Sport
21:45 Undankeppni EM mörkin, SportAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.