Það er af nægu að taka á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Sýndar verða tíu beinar útsendingar frá handbolta, fótbolta, golfi og formúlunni.
Það er tvíhöfði í Vestmannaeyjum í dag í Olísdeildunum. Dagurinn byrjar á leik ÍBV og HK í Olísdeild karla og er honum líkur tekur kvennaliðið við og mætir Fram.
HK er enn án stiga í Olísdeildinni og eru Vestmannaeyjar ekki auðveldasta vígið til þess að sækja stigin. ÍBV hefur þó ekki unnið leik síðan í september.
Kvennalið ÍBV er ekki í betri málum, situr í sjöunda sæti deildarinnar með fimm stig eftir 8 leiki. Fram hefur hins vegar aðeins tapað einum leik og situr á toppi deildarinnar.
Undankeppni EM 2020 í fótbolta er enn í fullum gangi og verða þrír leikir í beinni útsendingu. Viðureignir Kýpur og Skotlands, Rússa og Belga og Norður-Írlands og Hollands.
Allar upplýsingar um beinar útsendingar og dagskrá sportrásanna má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.
Beinar útsendingar í dag:
07:30 Nedbank Golf Challenge, Stöð 2 Golf
13:50 ÍBV - HK, Sport
13:50 Kýpur - Skotland, Sport 3
13:55 Formúla 1: Æfing, Sport 2
16:20 ÍBV - Fram, Sport 3
16:50 Rússland - Belgía, Sport
16:50 Formúla 1: Tímataka, Sport 2
19:00 Mayakoba Golf Classic, Stöð 2 Golf
19:35 Norður-Írland - Holland, Sport
21:45 Undankeppni EM mörkin, Sport
Í beinni í dag: Tvíhöfði í Eyjum og undankeppni EM
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji?
Enski boltinn

Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak
Enski boltinn

KR sækir ungan bakvörð út á landi
Körfubolti

ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal
Íslenski boltinn

„Sýna að maður eigi það skilið“
Körfubolti





Segir að þeim besta í heimi sé skítsama
Körfubolti