Lífið

Sóli Hólm sem Gulli byggir rústar öllu hjá Pétri Jóhanni

Eiður Þór Árnason skrifar
Sóli Hólm fór á kostum í þættinum Föstudagskvöld með Gumma Ben á Stöð 2 í kvöld þar sem hann brá sér í gervi hins ástsæla útvarps- og sjónvarpsmanns Gulla Helga.

Í innslaginu sést Sóli ganga í fótspor Gulla í vinsælu sjónvarpsþáttunum Gulli byggir þar sem hann aðstoðar fólk við endurbætur á heimilum sínum.

Í þetta sinnið svaraði Gulli hjálparkalli Péturs Jóhanns Sigfússonar og tókust þeir lítillega á um það hvaða leið væri best að fara við endurbæturnar.


Tengdar fréttir

Lítil hjálp í Hjálmari Erni í eldhúsinu

Í Ísskápastríðinu í gær mættu samfélagsmiðlastjörnurnar Guðrún Veiga Guðmundsdóttir og Hjálmar Örn Jóhannsson og fóru þau bæði á kostum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.