Lífið

Sóli Hólm sem Gulli byggir rústar öllu hjá Pétri Jóhanni

Eiður Þór Árnason skrifar

Sóli Hólm fór á kostum í þættinum Föstudagskvöld með Gumma Ben á Stöð 2 í kvöld þar sem hann brá sér í gervi hins ástsæla útvarps- og sjónvarpsmanns Gulla Helga.

Í innslaginu sést Sóli ganga í fótspor Gulla í vinsælu sjónvarpsþáttunum Gulli byggir þar sem hann aðstoðar fólk við endurbætur á heimilum sínum.

Í þetta sinnið svaraði Gulli hjálparkalli Péturs Jóhanns Sigfússonar og tókust þeir lítillega á um það hvaða leið væri best að fara við endurbæturnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.