Lífið

Lítil hjálp í Hjálmari Erni í eldhúsinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hjálmar gerði lítið sem ekkert til að aðstoða Gumma Ben.
Hjálmar gerði lítið sem ekkert til að aðstoða Gumma Ben.
Í Ísskápastríðinu í gær mættu samfélagsmiðlastjörnurnar Guðrún Veiga Guðmundsdóttir og Hjálmar Örn Jóhannsson og fóru þau bæði á kostum.

Hjálmar Örn var með Gumma Ben í liði og Guðrún Veiga og Eva Laufey voru saman í liði.

Það verður ekki sagt að Hjálmar og Gummi hafi mynda sterkt teymi þar sem hvorugur þeirra kann mikið í eldhúsinu. Í raun gerði Hjálmar lítið sem ekkert í þættinum í gær og varð Gummi Ben að bera liðið á herðunum.

Þegar komið var að aðalréttinum var hörkukeppni milli liðanna. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins.

Fyrir rúmlega ári mætti Hjálmar Örn í Einkalífið og ræddi um feril sinn á samfélagsmiðlum. Þar er hann góður. Ekki í eldhúsinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.