Lífið

Björg­vin Franz og Sóli fun­heitir í Eftir­hermu­hjólinu

Sylvía Hall skrifar
Björgvin Franz sýndi sína bestu takta í kvöld.
Björgvin Franz sýndi sína bestu takta í kvöld. Vísir

Eftirhermuhjólið í Föstudagskvöldi með Gumma Ben var ekki af verri endanum í kvöld þegar Sóli Hólm og Björgvin Franz sýndu sínar allra bestu eftirhermuhliðar. Liðurinn hefur notið mikilla vinsælda í þættinum og setti Björgvin Franz tóninn strax þegar hann söng Fjöllin hafa vakað sem Birgitta Haukdal.

Sóli fylgdi strax á eftir með hið geysivinsæla lag Aquaman í flutningi Páls Óskars, sem er ein vinsælasta eftirherma Sóla og má segja að Sóli hafi náð söngvaranum óaðfinnanlega.

Björgvin Franz sló svo botninn í eftirhermuhjólið þegar hann flutti óvenju hressa útgáfu af laginu Söknuður og má segja að hann hafi lagt sig allan í flutninginn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.