Lífið

Björg­vin Franz og Sóli fun­heitir í Eftir­hermu­hjólinu

Sylvía Hall skrifar
Björgvin Franz sýndi sína bestu takta í kvöld.
Björgvin Franz sýndi sína bestu takta í kvöld. Vísir
Eftirhermuhjólið í Föstudagskvöldi með Gumma Ben var ekki af verri endanum í kvöld þegar Sóli Hólm og Björgvin Franz sýndu sínar allra bestu eftirhermuhliðar. Liðurinn hefur notið mikilla vinsælda í þættinum og setti Björgvin Franz tóninn strax þegar hann söng Fjöllin hafa vakað sem Birgitta Haukdal.Sóli fylgdi strax á eftir með hið geysivinsæla lag Aquaman í flutningi Páls Óskars, sem er ein vinsælasta eftirherma Sóla og má segja að Sóli hafi náð söngvaranum óaðfinnanlega.Björgvin Franz sló svo botninn í eftirhermuhjólið þegar hann flutti óvenju hressa útgáfu af laginu Söknuður og má segja að hann hafi lagt sig allan í flutninginn.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.