Innlent

Útlit fyrir hlýrra veður í næstu viku

Eiður Þór Árnason skrifar
Gæsir á köldum morgni.
Gæsir á köldum morgni. vísir/vilhelm

Í dag verður nokkuð sjaldséð vestanátt með éljum eða skúrum á vestanverðu landinu en bjartviðri norðan og austanlands. Svipað veður verður á morgun, og dregur úr éljum og snýst svo smám saman til suðaustanáttar með heldur hlýnandi veðri. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofunni.

Nóvember er þar sagður hafa verið í svalara lagi fram að þessu miðað við síðustu tíu ár, en útlit er fyrir hlýrra veður en í meðalári í næstu viku.

Í dag má reikna með suðvestan eða vestan þremur til tíu metrum á sekúndu dálítil él en léttskýjað verður norðan og austantil. Úrkomulítið á morgun en gengur í suðaustan fimm til þrettán metra á sekúndu suðvestantil seint annað kvöld. Hiti um frostmark við suður og vesturströndina, annars tveggja til tíu stiga frost, kaldast í innsveitum norðanlands.


Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á mánudag:
Suðaustan 8-15 m/s, skýjað með köflum og frost 0 til 7 stig, en 15-23 við suður- og vesturströndina og rigning með köflum og hiti 0 til 5 stig.

Á þriðjudag:
Minnkandi suðaustanátt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hlýnar lítið eitt.

Á miðvikudag:
Norðaustan 5-10 slydda eða snjókoma norðan- og austanlands, en rigning við ströndina. Léttskýjað um landið suðvestanvert. Hiti kringum frostmark.

Á fimmtudag:
Austlæg átt, skýjað með köflum og þurrt að mestu. Hiti um og yfir frostmarki.

Á föstudag:
Útlit fyrir suðaustlæga átt með dálítilli rigningu, einkum suðaustanlands, en þurrt og bjart norðanlands. Heldur hlýnandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.