Innlent

Best ef kýr liggja sem allra mest

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Eftir því sem kýr liggja lengur og hvíla sig þá mjólka þær meira. Þá hefur líka komið í ljós að á hverju ári þá standa kýr upp og leggjast niður um sjö þúsund sinnum.

 

Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum eins og stundum er sagt en nú er búið að kanna með rannsóknum hvað kýr leggjast og standa oft upp á hverju ári. Það eru líka gömul sannindi og ný að kýr sem ná að hvílast vel mjólka mun betur en kýr, sem eru á mikill hreyfingu.

 

Snorri Sigurðsson starfar sem sérfræðingur í Kína hjá „Dansk-Kínverska mjaltatæknimiðstöðin“ en hlutverk hennar að miðla þekkingu í nautgriparækt frá Evrópu, aðallega Danmörku, til Kína en mjólkurframleiðsla í Kína var nokkuð eftir á miðað við evrópska mjólkurframleiðslu.

 

„Legutími er gríðarlega mikilvægur fyrir kýr. Því meira sem þær liggja því meira mjólka þær. Við viljum helst að þær liggi eins lengi og hægt er og þá framleiða þær meiri mjólk. Legubásarnir þurfa að vera mjúkir og henta þeim vel og það eru til sérstakar rannsóknir á því hvernig legusvæðið á að líta út og meðal annars Latex dýnur, sem eru mjög góðar fyrir fólk eru mjög góðar fyrir kýr líka“, segir Snorri.

 

 

Snorri Sigurðsson, sem starfar í Kína hjá „Dansk-Kínverska mjaltatæknimiðstöðin“.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
En af hverju eru kýr á þessu brölti, alltaf að standa upp og alltaf að leggjast?

 

„Það er bara af því að þær eru þannig gerðar blessaðar að þær eru með fjóra maga og þær þurfa að jórtra þannig að þær þurfa að fylla á gróffóðrið og síðan þurfa þær að leggjast niður og melta, það tekur svolítinn tíma og orku, þannig að við viljum að þær liggi á meðan og framleiði mjólk“.

 





 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×