Sjö prósent Íslendinga hafa verið í meðferð á Vogi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 14:19 Tæplega 26 þúsund manns hafa leitað sér meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi. vísir/vilhelm Ríflega sjö prósent núlifandi Íslendinga hafa farið í meðferð á Vogi. Næstum þrír af hverjum tíu sem létu lífið á árunum 2016 og 2017 voru fyrrverandi sjúklingar á Vogi. SÁÁ hefur gefið út viðamikið upplýsingarit um heilbrigðisþjónustu samtakanna síðustu fjörutíu ár eða frá 1977 til 2018. Tæplega 26 þúsund manns hafa leitað sér meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi og eru karlar þar í miklum meirihluta en þriðjungur sjúklinga eru konur. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á sjúkrahúsinu, bendir á að hér á Íslandi sé einstakt tækifæri að safna saman gögnum og fá mynd af stöðunni á meðan annars staðar úti í heimi séu mörg sjúkrahús og mismunandi meðferðir við fíknisjúkdómum. Gögnin endurspegli samfélagið. „Getum við sagt hvað er í gangi, eins og við þekkjum núna að sjá aukningu á kókaínneyslu og morfínneyslu. Við sjáum aukinn fjölda dauðsfalla af ungu fólki síðustu tvö, þrjú árin úr þessum hópi,“ segir Valgerður.Stór tollur á ungu fólki Í gögnunum eru teknar saman líkur á dauðsföllum á sjúklingum SÁÁ í samanburði við almennar líkur á dauðsföllum eftir aldurshópum. Skýrt kemur fram að ótímabærum dauðsföllum hjá áfengis- og vímuefnasjúklingum sem eru yngri en fjörutíu ára hefur fjölgað undanfarin þrjú ár. Á árunum 2011 til 2015 voru til að mynda 25 prósent þeirra sem létust og voru á aldrinum 20 til 24 ára, fyrrum sjúklingar SÁÁ, en á árunum 2016 og 2017 hafði næstum helmingur þeirra sem létu lífið á þessum aldri farið í meðferð á Vogi. „Það voru alltaf að meðaltali fimmtán manns sem voru að deyja á þessum aldri, en hafa verið um 25 sirka, og upp undir þrjátíu á ári, sem er náttúrulega stór tollur á svona ungu fólki,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir. Fíkn Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira
Ríflega sjö prósent núlifandi Íslendinga hafa farið í meðferð á Vogi. Næstum þrír af hverjum tíu sem létu lífið á árunum 2016 og 2017 voru fyrrverandi sjúklingar á Vogi. SÁÁ hefur gefið út viðamikið upplýsingarit um heilbrigðisþjónustu samtakanna síðustu fjörutíu ár eða frá 1977 til 2018. Tæplega 26 þúsund manns hafa leitað sér meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi og eru karlar þar í miklum meirihluta en þriðjungur sjúklinga eru konur. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á sjúkrahúsinu, bendir á að hér á Íslandi sé einstakt tækifæri að safna saman gögnum og fá mynd af stöðunni á meðan annars staðar úti í heimi séu mörg sjúkrahús og mismunandi meðferðir við fíknisjúkdómum. Gögnin endurspegli samfélagið. „Getum við sagt hvað er í gangi, eins og við þekkjum núna að sjá aukningu á kókaínneyslu og morfínneyslu. Við sjáum aukinn fjölda dauðsfalla af ungu fólki síðustu tvö, þrjú árin úr þessum hópi,“ segir Valgerður.Stór tollur á ungu fólki Í gögnunum eru teknar saman líkur á dauðsföllum á sjúklingum SÁÁ í samanburði við almennar líkur á dauðsföllum eftir aldurshópum. Skýrt kemur fram að ótímabærum dauðsföllum hjá áfengis- og vímuefnasjúklingum sem eru yngri en fjörutíu ára hefur fjölgað undanfarin þrjú ár. Á árunum 2011 til 2015 voru til að mynda 25 prósent þeirra sem létust og voru á aldrinum 20 til 24 ára, fyrrum sjúklingar SÁÁ, en á árunum 2016 og 2017 hafði næstum helmingur þeirra sem létu lífið á þessum aldri farið í meðferð á Vogi. „Það voru alltaf að meðaltali fimmtán manns sem voru að deyja á þessum aldri, en hafa verið um 25 sirka, og upp undir þrjátíu á ári, sem er náttúrulega stór tollur á svona ungu fólki,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir.
Fíkn Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira