Fannst vanta valkost í íslensku spilaflóruna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. nóvember 2019 06:00 Monika og Svavar sýndu afurðina á ráðstefnunni Spiel í Essen í Þýskalandi. „Ég kom fyrst til landsins til að heimsækja Háskóla Íslands en ég var þá að starfa fyrir háskóla heima í Tékklandi,“ segir Monika Brzkova. „Ég varð samstundis ástfangin af landinu og heimsótti það mörgum sinnum uns ég flutti hingað í mars á síðasta ári.“ Tékkland er stórveldi í heimi borðspilanna og þaðan er einn af helstu borðspilaútgefendum heimsins, CGE. Frá Tékklandi er einnig einn af þekktustu hönnuðum samtímans, Vlaada Chvatil, sem meðal annars hannaði Through the Ages, Galaxy Trucker og hið gríðarvinsæla Codenames. Monika segir áhuga Tékka á borðspilum mjög mikinn og hún sé engin undantekning. Hún hafi hins vegar ekki hugsað um að starfa á þessu sviði fyrr en hún kynntist Svavari við vinnu. Stofnuðu þau saman útgáfuna Gamia Games. Eins og hjá mörgum er borðspilagerð aukavinna. Aðalstarf Moniku er jógakennsla sem hún hefur sinnt í fimm ár, bæði fyrir fullorðna og börn. „Jóga er köllun mín í lífinu,“ segir hún. Svavar hefur hannað og gefið út borðspil í tíu ár meðfram vinnu sinni, en hann starfar hjá Fjallakofanum við vefmál. Meðal spila hans eru Bardagi og Vikings. Nýjasta afurðin heitir Mythical Island. Töluvert mikill tími fer í hugmyndavinnu, hönnun, framleiðslu, fjármögnun og markaðssetningu. „Þetta tiltekna verkefni hefur tekið rúmt ár,“ segir Svavar. „Við unnum mikla hugmyndavinnu og lásum okkur til um þessar verur og vættir sem eru í spilinu. Þarna er bæði norræn goðafræði og íslenskar þjóðsögur og sagnir. Í spilinu fær leikmaðurinn hlutverk einnar af landvættunum. Takmark spilsins er að breyta íslensku landslagi á borðinu í ákveðið munstur samkvæmt kortum sem leikmaðurinn hefur á hendi. Spilið var sýnt á Spiel-ráðstefnunni í Essen í Þýskalandi, en hún er sú stærsta í heimi og árlega sækja hana um 150 þúsund manns. Svavar segir að ýmsir dreifingaraðilar þar hafi sýnt Mythical Island áhuga. Einnig að fleiri járn séu í eldinum sem verði kannski að veruleika. Gamia hefur farið gegn íslensku borðspilahefðinni í sinni útgáfu, en flest íslensk spil byggjast á spurningum, orðaleikjum eða hinum sígilda Matador-hring. Þeirra útgáfa fylgir frekar alþjóðlegum straumum. „Mér finnst spurninga- og orðaspil hrikalega leiðinleg og fannst vanta einhvern annan valkost í flóruna. Spil sem er krefjandi en jafnframt stutt og einfalt,“ segir Svavar. Monika og Svavar eru sammála um að borðspilaáhuginn sé á uppleið á Íslandi sem og í heiminum. „Við sjáum að tölvuleikjakrakkarnir eru í auknum mæli byrjaðir að spila borðspil. Þetta er orðið viðurkennt og ekki aðeins fyrir einhverja furðufugla úti í horni.“ Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Borðspil Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
„Ég kom fyrst til landsins til að heimsækja Háskóla Íslands en ég var þá að starfa fyrir háskóla heima í Tékklandi,“ segir Monika Brzkova. „Ég varð samstundis ástfangin af landinu og heimsótti það mörgum sinnum uns ég flutti hingað í mars á síðasta ári.“ Tékkland er stórveldi í heimi borðspilanna og þaðan er einn af helstu borðspilaútgefendum heimsins, CGE. Frá Tékklandi er einnig einn af þekktustu hönnuðum samtímans, Vlaada Chvatil, sem meðal annars hannaði Through the Ages, Galaxy Trucker og hið gríðarvinsæla Codenames. Monika segir áhuga Tékka á borðspilum mjög mikinn og hún sé engin undantekning. Hún hafi hins vegar ekki hugsað um að starfa á þessu sviði fyrr en hún kynntist Svavari við vinnu. Stofnuðu þau saman útgáfuna Gamia Games. Eins og hjá mörgum er borðspilagerð aukavinna. Aðalstarf Moniku er jógakennsla sem hún hefur sinnt í fimm ár, bæði fyrir fullorðna og börn. „Jóga er köllun mín í lífinu,“ segir hún. Svavar hefur hannað og gefið út borðspil í tíu ár meðfram vinnu sinni, en hann starfar hjá Fjallakofanum við vefmál. Meðal spila hans eru Bardagi og Vikings. Nýjasta afurðin heitir Mythical Island. Töluvert mikill tími fer í hugmyndavinnu, hönnun, framleiðslu, fjármögnun og markaðssetningu. „Þetta tiltekna verkefni hefur tekið rúmt ár,“ segir Svavar. „Við unnum mikla hugmyndavinnu og lásum okkur til um þessar verur og vættir sem eru í spilinu. Þarna er bæði norræn goðafræði og íslenskar þjóðsögur og sagnir. Í spilinu fær leikmaðurinn hlutverk einnar af landvættunum. Takmark spilsins er að breyta íslensku landslagi á borðinu í ákveðið munstur samkvæmt kortum sem leikmaðurinn hefur á hendi. Spilið var sýnt á Spiel-ráðstefnunni í Essen í Þýskalandi, en hún er sú stærsta í heimi og árlega sækja hana um 150 þúsund manns. Svavar segir að ýmsir dreifingaraðilar þar hafi sýnt Mythical Island áhuga. Einnig að fleiri járn séu í eldinum sem verði kannski að veruleika. Gamia hefur farið gegn íslensku borðspilahefðinni í sinni útgáfu, en flest íslensk spil byggjast á spurningum, orðaleikjum eða hinum sígilda Matador-hring. Þeirra útgáfa fylgir frekar alþjóðlegum straumum. „Mér finnst spurninga- og orðaspil hrikalega leiðinleg og fannst vanta einhvern annan valkost í flóruna. Spil sem er krefjandi en jafnframt stutt og einfalt,“ segir Svavar. Monika og Svavar eru sammála um að borðspilaáhuginn sé á uppleið á Íslandi sem og í heiminum. „Við sjáum að tölvuleikjakrakkarnir eru í auknum mæli byrjaðir að spila borðspil. Þetta er orðið viðurkennt og ekki aðeins fyrir einhverja furðufugla úti í horni.“
Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Borðspil Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira