Bjóða óleyfilega flugþjónustu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. nóvember 2019 06:45 Flugvél í aðflugi. Fréttablaðið/Pjetur Borið hefur á því að aðilar auglýsi á vefsíðum farþegaflug, til dæmis útsýnisflug, án þess að hafa flugrekstrarleyfi. Samgöngustofa, sem gefur út leyfin, brýnir fyrir fólki að kanna hvort viðkomandi félag hafi gilt leyfi áður en þjónustan er keypt. „Þetta eru litlar flugvélar sem um ræðir en ekki stórir flugrekendur,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. En einkaflugmenn eiga að þekkja þessar reglur og flestir fara eftir þeim. Flug án leyfis hefur komið til tals í tengslum við Þjóðhátíð á undanförnum árum. Vegna fjölgunar ferðamanna hefur útsýnisflug aukist, bæði með flugvélum og þyrlum. Isavia hefur eftirlit á stóru flugvöllunum en um allt land eru flugvellir og lendingarstaðir sem ekki eru undir eftirliti þeirra. „Viðurlög við brotum á loftferðalögum og reglum settum á grundvelli þeirra geta verið sektir eða fangelsi,“ segir Þórhildur. „Einnig er hugsanlegt að þeir sem brjóta í bága við starfsleyfi eða skírteini geti misst réttindi sín eða réttindin verði takmörkuð.“ Þórhildur bendir jafnframt á að þó að flugrekstrarleyfi sé ekki til staðar þýði það ekki endilega að starfsemin sé ólögleg. Í ákveðnum tilvikum er vikið frá þessari skyldu, til dæmis varðandi óhagnaðardrifin kynningarflug flugskóla. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Borið hefur á því að aðilar auglýsi á vefsíðum farþegaflug, til dæmis útsýnisflug, án þess að hafa flugrekstrarleyfi. Samgöngustofa, sem gefur út leyfin, brýnir fyrir fólki að kanna hvort viðkomandi félag hafi gilt leyfi áður en þjónustan er keypt. „Þetta eru litlar flugvélar sem um ræðir en ekki stórir flugrekendur,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. En einkaflugmenn eiga að þekkja þessar reglur og flestir fara eftir þeim. Flug án leyfis hefur komið til tals í tengslum við Þjóðhátíð á undanförnum árum. Vegna fjölgunar ferðamanna hefur útsýnisflug aukist, bæði með flugvélum og þyrlum. Isavia hefur eftirlit á stóru flugvöllunum en um allt land eru flugvellir og lendingarstaðir sem ekki eru undir eftirliti þeirra. „Viðurlög við brotum á loftferðalögum og reglum settum á grundvelli þeirra geta verið sektir eða fangelsi,“ segir Þórhildur. „Einnig er hugsanlegt að þeir sem brjóta í bága við starfsleyfi eða skírteini geti misst réttindi sín eða réttindin verði takmörkuð.“ Þórhildur bendir jafnframt á að þó að flugrekstrarleyfi sé ekki til staðar þýði það ekki endilega að starfsemin sé ólögleg. Í ákveðnum tilvikum er vikið frá þessari skyldu, til dæmis varðandi óhagnaðardrifin kynningarflug flugskóla.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira