Mannréttindaskrifstofan rær lífróður Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. nóvember 2019 06:15 Áslaug Arna Sigurbjö¶rnsdóttir, dómsmálaráðherra, mætir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Mannréttindaskrifstofa Íslands, MRSÍ, rær nú lífróður en í gær stefndi í að starfsmönnum hennar yrði sagt upp störfum, leigusamningi fyrir húsnæðið sagt upp og skrifstofunni lokað. Mannréttindaskrifstofan safnar meðal annars og varðveitir upplýsingar um stöðu mannréttinda á Íslandi og upplýsir og fræðir um mannréttindamál. Hún vinnur einnig svokallaðar skuggaskýrslur um mannréttindamál á Íslandi og sendir til alþjóðlegra eftirlitsaðila á borð við mannréttindanefndir Sameinuðu þjóðanna. Óvissa hefur verið um framtíð MRSÍ á undanförnum árum. Skrifstofan hefur sinnt hlutverki sambærilegu þeim sem sjálfstæðum mannréttindastofnunum ríkja eru falin. Um nokkurra ára skeið hefur staðið til að koma slíkri stofnun á laggirnar hér á landi ekki síst vegna ítrekaðra tilmæla fjölda alþjóðlegra eftirlitsnefnda. Hefur MRSÍ hvatt til þess á undanförnum árum að slík stofnun verði sett á fót og hafa þingmál þess efnis verið boðuð á þingmálaskrám dómsmálaráðherra en ekki enn orðið að veruleika. „Til mín var leitað af stjórninni ekki fyrir löngu og ég er vongóð um að það finnist fjármagn til að tryggja reksturinn nú fyrir 2. umræðu fjárlaga,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Heimildir Fréttablaðsins herma að stjórn skrifstofunnar hafi átt fundi með ráðherra og lagt áherslu á að ríkið tryggi grunnrekstur hennar þar til boðuð mannréttindastofnun verður að veruleika. Mun stofnunin þurfa fé fyrir minnst þremur stöðugildum og rekstri húsnæðis. Fjárhagsstaða MRSÍ hefur versnað mjög á undanförnum misserum en óvissa um framtíðina hefur gert skrifstofunni erfitt að afla tekna til dæmis með þátttöku í langtímaverkefnum. Þær tekjur sem skrifstofan hefur haft frá ráðuneytum hafa heldur ekki þróast með verðlags- og launaþróun. MRSÍ sinnir sérverkefnum fyrir nokkur ráðuneyti, til dæmis ráðgjöf til innflytjenda fyrir félagsmálaráðuneytið. Birtist í Fréttablaðinu Mannréttindi Stjórnsýsla Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Mannréttindaskrifstofa Íslands, MRSÍ, rær nú lífróður en í gær stefndi í að starfsmönnum hennar yrði sagt upp störfum, leigusamningi fyrir húsnæðið sagt upp og skrifstofunni lokað. Mannréttindaskrifstofan safnar meðal annars og varðveitir upplýsingar um stöðu mannréttinda á Íslandi og upplýsir og fræðir um mannréttindamál. Hún vinnur einnig svokallaðar skuggaskýrslur um mannréttindamál á Íslandi og sendir til alþjóðlegra eftirlitsaðila á borð við mannréttindanefndir Sameinuðu þjóðanna. Óvissa hefur verið um framtíð MRSÍ á undanförnum árum. Skrifstofan hefur sinnt hlutverki sambærilegu þeim sem sjálfstæðum mannréttindastofnunum ríkja eru falin. Um nokkurra ára skeið hefur staðið til að koma slíkri stofnun á laggirnar hér á landi ekki síst vegna ítrekaðra tilmæla fjölda alþjóðlegra eftirlitsnefnda. Hefur MRSÍ hvatt til þess á undanförnum árum að slík stofnun verði sett á fót og hafa þingmál þess efnis verið boðuð á þingmálaskrám dómsmálaráðherra en ekki enn orðið að veruleika. „Til mín var leitað af stjórninni ekki fyrir löngu og ég er vongóð um að það finnist fjármagn til að tryggja reksturinn nú fyrir 2. umræðu fjárlaga,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Heimildir Fréttablaðsins herma að stjórn skrifstofunnar hafi átt fundi með ráðherra og lagt áherslu á að ríkið tryggi grunnrekstur hennar þar til boðuð mannréttindastofnun verður að veruleika. Mun stofnunin þurfa fé fyrir minnst þremur stöðugildum og rekstri húsnæðis. Fjárhagsstaða MRSÍ hefur versnað mjög á undanförnum misserum en óvissa um framtíðina hefur gert skrifstofunni erfitt að afla tekna til dæmis með þátttöku í langtímaverkefnum. Þær tekjur sem skrifstofan hefur haft frá ráðuneytum hafa heldur ekki þróast með verðlags- og launaþróun. MRSÍ sinnir sérverkefnum fyrir nokkur ráðuneyti, til dæmis ráðgjöf til innflytjenda fyrir félagsmálaráðuneytið.
Birtist í Fréttablaðinu Mannréttindi Stjórnsýsla Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira