Innlent

Hæg austlæg átt og þurrt

Atli Ísleifsson skrifar
Víða frysti í nótt en það mun hlýna með deginum.
Víða frysti í nótt en það mun hlýna með deginum. Vísir/Vilhelm
Veðurstofan spáir hægri, austlægri átt í dag, en gengur í austan átta til þrettán metrum á sekúndu syðst á landinu. Megi reikna með smáskúrum á Austfjörðum og á Suðausturlandi.

Víða frysti í nótt en það mun hlýna með deginum, þar sem reikna má með hita á bilinu frá frostmarki og að fjórum stigum, en allt að sjö stigum sunnanlands.

„Dálítil rigning austantil í nótt og það fer kólnandi, líklega slydda á láglendi snemma á morgun en um hádegi styttir upp. Áfram austan átt á morgun, víða 5-10 en allhvass syðst á landinu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Austan 5-10 m/s og bjartviðri á vestanverðu landinu en él norðaustantil. Norðaustan 10-15 með suðausturströndinni og skúrir. Hiti 0 til 5 stig.

Á sunnudag: Austan- og norðaustanátt, yfirleitt 5-10 m/s. Þurrt og bjart á Suður- og Vesturlandi, annars skýjað og úrkomulítið. Hiti rétt yfir frostmarki við sjóinn, en vægt frost inn til landsins.

Á mánudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en stöku él á Suðurlandi og með norðurströndinni. Frost 0 til 7 stig, kaldast norðaustantil.

Á þriðjudag: Fremur hæg breytileg átt, yfirleitt þurrt á landinu og bjart á köflum. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag og fimmtudag: Hæg norðlæg átt og léttskýjað, en lítilsháttar él um landið norðaustanvert. Kalt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×