Innlent

Hæg austlæg átt og þurrt

Atli Ísleifsson skrifar
Víða frysti í nótt en það mun hlýna með deginum.
Víða frysti í nótt en það mun hlýna með deginum. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir hægri, austlægri átt í dag, en gengur í austan átta til þrettán metrum á sekúndu syðst á landinu. Megi reikna með smáskúrum á Austfjörðum og á Suðausturlandi.

Víða frysti í nótt en það mun hlýna með deginum, þar sem reikna má með hita á bilinu frá frostmarki og að fjórum stigum, en allt að sjö stigum sunnanlands.

„Dálítil rigning austantil í nótt og það fer kólnandi, líklega slydda á láglendi snemma á morgun en um hádegi styttir upp. Áfram austan átt á morgun, víða 5-10 en allhvass syðst á landinu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Austan 5-10 m/s og bjartviðri á vestanverðu landinu en él norðaustantil. Norðaustan 10-15 með suðausturströndinni og skúrir. Hiti 0 til 5 stig.

Á sunnudag: Austan- og norðaustanátt, yfirleitt 5-10 m/s. Þurrt og bjart á Suður- og Vesturlandi, annars skýjað og úrkomulítið. Hiti rétt yfir frostmarki við sjóinn, en vægt frost inn til landsins.

Á mánudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en stöku él á Suðurlandi og með norðurströndinni. Frost 0 til 7 stig, kaldast norðaustantil.

Á þriðjudag: Fremur hæg breytileg átt, yfirleitt þurrt á landinu og bjart á köflum. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag og fimmtudag: Hæg norðlæg átt og léttskýjað, en lítilsháttar él um landið norðaustanvert. Kalt í veðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.