Innlent

Elín Björk og Júlíana nýir leik­skóla­stjórar

Atli Ísleifsson skrifar
Klettaborg í Grafarvogi.
Klettaborg í Grafarvogi. Reykjavíkurborg

Júlíana S. Hilmisdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri Klettaborgar í Grafarvogi og Elín Björk Einarsdóttir í Garðaborg við Bústaðaveg.

Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Segir að fimm umsækjendur hafi verið um stöður leikskólastjóra í Garðaborg og Klettaborg, en umsóknarfrestur rann út 30. september síðastliðinn.

„Júlíana S. Hilmisdóttir útskrifaðist frá Fósturskóla Íslands 1990 og lauk diplóma í stjórnun menntastofnana frá framhaldsdeild Kennaraháskóla Íslands árið 2006. Hún hefur starfað í leikskólum frá árinu 1990; sem deildarstjóri, aðstoðarleikskólastjóri og í 19 ár sem leikskólastjóri. Júlíana hefur einnig starfsreynslu sem leikskólaráðgjafi.

Elín Björk Einarsdóttir lauk B.Ed í leikskólafræðum 2007 og MS námi í mannauðsstjórnun 2014. Elín Björk hefur um 20 ára starfsreynslu úr leikskólum lengst af sem deildarstjóri en einnig sem aðstoðarleikskólastjóri,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.