Innlent

Elín Björk og Júlíana nýir leik­skóla­stjórar

Atli Ísleifsson skrifar
Klettaborg í Grafarvogi.
Klettaborg í Grafarvogi. Reykjavíkurborg
Júlíana S. Hilmisdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri Klettaborgar í Grafarvogi og Elín Björk Einarsdóttir í Garðaborg við Bústaðaveg.Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Segir að fimm umsækjendur hafi verið um stöður leikskólastjóra í Garðaborg og Klettaborg, en umsóknarfrestur rann út 30. september síðastliðinn.„Júlíana S. Hilmisdóttir útskrifaðist frá Fósturskóla Íslands 1990 og lauk diplóma í stjórnun menntastofnana frá framhaldsdeild Kennaraháskóla Íslands árið 2006. Hún hefur starfað í leikskólum frá árinu 1990; sem deildarstjóri, aðstoðarleikskólastjóri og í 19 ár sem leikskólastjóri. Júlíana hefur einnig starfsreynslu sem leikskólaráðgjafi.Elín Björk Einarsdóttir lauk B.Ed í leikskólafræðum 2007 og MS námi í mannauðsstjórnun 2014. Elín Björk hefur um 20 ára starfsreynslu úr leikskólum lengst af sem deildarstjóri en einnig sem aðstoðarleikskólastjóri,“ segir í tilkynningunni.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.