Walker hetja City gegn Southampton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
City-menn fagna sigurmarki Walkers.
City-menn fagna sigurmarki Walkers. vísir/getty
Kyle Walker var hetja Manchester City þegar liðið vann 2-1 sigur á Southampton á Etihad í ensku úrvalsdeildinni.Walker lagði fyrra mark City upp fyrir Sergio Agüero og skoraði það seinna á 87. mínútu.City er í 2. sæti deildarinnar með 25 stig, sex stigum á eftir toppliði Liverpool. Liðin mætast um næstu helgi.James Ward-Prowse kom Southampton yfir á 13. mínútu. Hann fylgdi þá eftir skoti Stuarts Armstrong sem Ederson varði.City var miklu meira með boltann en skapaði sér fá færi. Liðið átti ekki skot á mark í fyrri hálfleik.Á 70. mínútu jafnaði Sergio Agüero eftir fyrirgjöf Walker. Þetta var fyrsta skot City á markið í leiknum. Agüero hefur skorað níu mörk á tímabilinu en hann er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni ásamt Jamie Vardy.Þegar þrjár mínútur voru eftir skoraði Walker svo sigurmark City.Southampton er í 18. sæti deildarinnar með átta stig. Liðið hefur ekki unnið í sex deildarleikjum í röð.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.