Sport

Í beinni í dag: Tvíhöfði í Safamýri og toppslagur á Spáni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þorgrímur Smári Ólafsson og félagar fá KA menn í heimsókn í dag
Þorgrímur Smári Ólafsson og félagar fá KA menn í heimsókn í dag Vísir/Bára

Það er stíf dagskrá fram undan á sportrásum Stöðvar 2, en fimmtán beinar útsendingar verða frá fótbolta, Olísdeildum kvenna og karla, golfi og fleiru í dag.

Dagurinn hefst á leik Wigan og Swansea í ensku Championship deildinni. Swansea er í toppbaráttunni í deildinni og má ekki við því að misstíga sig gegn Wigan í botnbaráttunni.

Það verður handboltatvíhöfði í Safamýrinni í dag. Klukkan 16:00 mætast Fram og KA í Olísdeild karla og að leik loknum mætast kvennalið Fram og Hauka.

Í La Liga verður toppslagur þegar Sevilla og Atletico Madrid en bæði lið þurfa á þremur stigum að halda til þess að halda í við Barcelona sem er einnig í eldlínunni í dag og Real Madrid.

Formúlan er komin til Bandaríkjanna og verður sýnt beint frá æfingu og tímatöku, tímatakan hefst klukkan 21:00.

Í nótt verður svo sýnt beint frá stórviðburði í UFC, Jorge Masvidal og Nate Diaz mætast í búrinu í Madison Square Garden.

Alla dagskrá sportrásanna í dag og næstu daga má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.

Beinar útsendingar á Stöð 2 Sport í dag:
12:55 Wigan - Swansea, Sport
13:55 Roma - Napólí, Sport 3
14:55 Levante - Barcelona - Sport
15:50 Fram - KA, Sport 2
16:55 Bologna - Inter, Sport 4
17:25 Sevilla - Atletico Madrid, Sport 3
17:30 Bermuda Championship, Stöð 2 Golf
17:50 Fram - Haukar, Sport 2
17:55 Formúla 1: Æfing, Sport
19:40 Torino - Juventus, Sport 2
19:55 Real Madrid - Real Betis, Sport 3
20:50 Formúla 1: Tímataka, Sport
02:00 UFC 244: Masvidal vs Diaz
02:30 HSBC Championship, Stöð 2 Golf
04:00 Swinging Skirts LPGA Taiwan, Sport 4
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.