Sport

Áfall fyrir 49ers

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexander hefur verið öflugur fyrir San Fransisco í upphafi tímabils
Alexander hefur verið öflugur fyrir San Fransisco í upphafi tímabils vísir/getty
San Fransisco 49ers hefur verið óstöðvandi það sem af er tímabilinu í bandarísku NFL deildinni en liðið varð fyrir áfalli í síðasta leik.Varnarmaðurinn Kwon Alexander meiddist á brjóstvöðva í sigri 49ers á Arizona Cardinals á fimmtudagskvöld. ESPN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum.Alexander, sem kom til San Fransisco fyrr á árinu, verður líklega frá það sem eftir er af tímabilinu í NFL deildinni.

Alexander meiddist undir lok leiksins á fimmtudag sem San Fransisco vann 28-25.San Fransisco er með átta sigra úr átta leikjum og situr efst í vesturdeild Þjóðardeildar NFL.

Tengd skjöl

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.