Sport

Áfall fyrir 49ers

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexander hefur verið öflugur fyrir San Fransisco í upphafi tímabils
Alexander hefur verið öflugur fyrir San Fransisco í upphafi tímabils vísir/getty

San Fransisco 49ers hefur verið óstöðvandi það sem af er tímabilinu í bandarísku NFL deildinni en liðið varð fyrir áfalli í síðasta leik.

Varnarmaðurinn Kwon Alexander meiddist á brjóstvöðva í sigri 49ers á Arizona Cardinals á fimmtudagskvöld. ESPN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum.

Alexander, sem kom til San Fransisco fyrr á árinu, verður líklega frá það sem eftir er af tímabilinu í NFL deildinni.
Alexander meiddist undir lok leiksins á fimmtudag sem San Fransisco vann 28-25.

San Fransisco er með átta sigra úr átta leikjum og situr efst í vesturdeild Þjóðardeildar NFL.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.