Með höfuðverk í 28 ár Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. nóvember 2019 07:30 Steingrímur lenti í afdrifaríkum þriggja bíla árekstri 1991. Fréttablaðið/Ernir Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi og fyrrverandi ritstjóri, hefur lifað með höfuðverk í 28 ár. Þann 31. október árið 1991, þegar Steingrímur var 25 ára, lenti hann í hörðum árekstri á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar og lífið varð ekki samt á eftir. „Ég lenti í þriggja bíla árekstri þar sem tveir bílar sameinuðust um að keyra á mig. Öryggisbeltið tók höggið af fyrri árekstrinum en ekki þeim síðari. Þá kom hnykkur sem leiddi til höfuðverks þetta sama kvöld,“ segir Steingrímur. Samkvæmt dagbókum lögreglunnar taldist þetta lítill árekstur, en bíllinn gjöreyðilagðist og Steingrímur þurfti aðhlynningu á sjúkrahúsi. Síðar fékk hann metna örorku upp á fjögur prósent vegna höfuðverksins sem fylgt hefur allar götur síðan. „Það er lífið fyrir áreksturinn og hausverkurinn eftir hann,“ segir Steingrímur. Þó að verkurinn sé viðvarandi er hann ekki alltaf jafn sterkur. Steingrímur lýsir þessu eins og svengd, sem sveiflast yfir daginn. Hann segir að verstu verkirnir séu eins og mígreni. Hann verði ljósfælinn og þurfi að leggjast út af á meðan þetta gengur yfir. „Stundum átta ég mig ekki á því að verkurinn sé þarna, en hann er alltaf þarna. Ég held að allt venjist og það er hægt að lifa með öllum sársauka, hvort sem hann er líkamlegur eða andlegur,“ segir hann. „Ég er búinn að sætta mig við að verkurinn sé samferðamaður minn í gegnum lífið og þar af leiðandi búinn að venjast honum. Ég læt þetta ekki stjórna mér. Verkurinn er alltaf með mér en ég leyfi honum ekki að ráða neinu.“ Þó að Steingrímur hafi sæst við þessi örlög hefur hann ekki gefist upp á að reyna að minnka eða jafnvel eyða verknum og leyfir sér að vera bjartsýnn um að það takist einhvern tímann. Varla er til sú remedía sem hann hefur ekki reynt. Ótal tegundir nuddmeðferða, sjúkraþjálfun, hnykkingar, jóga, hugleiðsla, nálastungur, heilun, koddar, bakstrar, krem og öll leyfileg lyf, bæði náttúrulyf og önnur. Meira að segja áruhreinsun. Steingrímur segir að leitinni að töfralausninni ljúki aldrei en valkostunum, sem honum hefur verið bent á, fækki með hverju árinu. „Sumt hefur dugað til skamms tíma, sumt virkar alls ekki og ekkert hefur virkað til langs tíma,“ segir hann. Aðspurður um hvað hafi virkað best segir hann það vera blönduna af reglulegri hreyfingu og minnkun sykurs í mataræði, en þetta hafi hann uppgötvað fyrir ekki svo löngu. Tilfelli Steingríms er ekki einsdæmi og er hann í sambandi við fleira fólk sem þjáist af langvarandi höfuðverkjum. „Ég segi ekki að við höfum stofnað samtök en við ræðumst við, deilum ráðum og berum saman bækur okkar um hvað hafi virkað.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira
Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi og fyrrverandi ritstjóri, hefur lifað með höfuðverk í 28 ár. Þann 31. október árið 1991, þegar Steingrímur var 25 ára, lenti hann í hörðum árekstri á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar og lífið varð ekki samt á eftir. „Ég lenti í þriggja bíla árekstri þar sem tveir bílar sameinuðust um að keyra á mig. Öryggisbeltið tók höggið af fyrri árekstrinum en ekki þeim síðari. Þá kom hnykkur sem leiddi til höfuðverks þetta sama kvöld,“ segir Steingrímur. Samkvæmt dagbókum lögreglunnar taldist þetta lítill árekstur, en bíllinn gjöreyðilagðist og Steingrímur þurfti aðhlynningu á sjúkrahúsi. Síðar fékk hann metna örorku upp á fjögur prósent vegna höfuðverksins sem fylgt hefur allar götur síðan. „Það er lífið fyrir áreksturinn og hausverkurinn eftir hann,“ segir Steingrímur. Þó að verkurinn sé viðvarandi er hann ekki alltaf jafn sterkur. Steingrímur lýsir þessu eins og svengd, sem sveiflast yfir daginn. Hann segir að verstu verkirnir séu eins og mígreni. Hann verði ljósfælinn og þurfi að leggjast út af á meðan þetta gengur yfir. „Stundum átta ég mig ekki á því að verkurinn sé þarna, en hann er alltaf þarna. Ég held að allt venjist og það er hægt að lifa með öllum sársauka, hvort sem hann er líkamlegur eða andlegur,“ segir hann. „Ég er búinn að sætta mig við að verkurinn sé samferðamaður minn í gegnum lífið og þar af leiðandi búinn að venjast honum. Ég læt þetta ekki stjórna mér. Verkurinn er alltaf með mér en ég leyfi honum ekki að ráða neinu.“ Þó að Steingrímur hafi sæst við þessi örlög hefur hann ekki gefist upp á að reyna að minnka eða jafnvel eyða verknum og leyfir sér að vera bjartsýnn um að það takist einhvern tímann. Varla er til sú remedía sem hann hefur ekki reynt. Ótal tegundir nuddmeðferða, sjúkraþjálfun, hnykkingar, jóga, hugleiðsla, nálastungur, heilun, koddar, bakstrar, krem og öll leyfileg lyf, bæði náttúrulyf og önnur. Meira að segja áruhreinsun. Steingrímur segir að leitinni að töfralausninni ljúki aldrei en valkostunum, sem honum hefur verið bent á, fækki með hverju árinu. „Sumt hefur dugað til skamms tíma, sumt virkar alls ekki og ekkert hefur virkað til langs tíma,“ segir hann. Aðspurður um hvað hafi virkað best segir hann það vera blönduna af reglulegri hreyfingu og minnkun sykurs í mataræði, en þetta hafi hann uppgötvað fyrir ekki svo löngu. Tilfelli Steingríms er ekki einsdæmi og er hann í sambandi við fleira fólk sem þjáist af langvarandi höfuðverkjum. „Ég segi ekki að við höfum stofnað samtök en við ræðumst við, deilum ráðum og berum saman bækur okkar um hvað hafi virkað.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira