Innlent

Matur getur borið nórósmit

Jón Þórisson skrifar
getty/Stephen Chernin
Mikilvægt er að þeir sem starfa í veitingahúsum, mötuneytum, verslunum og matvælavinnslum forðist að meðhöndla matvæli í tvo sólarhringa eftir að einkenni niðurgangspestar hverfa. Þetta kemur fram í leiðbeiningum sem Matvælastofnun hefur sent frá sér.

Tilefni þessa er að nóróveirusýkingar hafa verið áberandi að undanförnu. Bent er á að smitleiðir séu margar og veiran geti smitast beint milli manna við snertingu. Algeng smitleið sé mengun matvæla frá sýktum einstaklingum.

Þá segir að helstu einkenni sýkingarinnar séu niðurgangur, uppköst, kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og vægur hiti. Liðið geti einn til tveir sólarhringar frá smiti þar til einkenna verður vart. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til þremur sólarhringum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×