Báðu nýjan framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi að þiggja ekki stöðuna Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 2. nóvember 2019 13:28 Mikil óvissa ríkir á Reykjalundi. Stöð 2 Heilbrigðisráðherra segist hafa áhyggjur af stöðunni á Reykjalundi. Læknar á stofnuninni bera ekki traust til nýs framkvæmdastjóra lækninga og báðu hann um að þiggja ekki stöðuna að sögn yfirlæknis taugasviðs. Mikil óvissa hefur ríkt á Reykjalundi síðustu vikur og hafa allir læknar nema þrír sagt upp störfum sínum en alls eru um fjórtán stöður á stofnuninni. Í dag er auglýst eftir forstjóra stofnunarinnar í Morgunblaðinu en núverandi forstjóri var tímabundið skipaður í síðasta mánuði. Í menntunar-og hæfnikröfum kemur meðal annar fram að viðkomandi þurfi að hafa háskólamenntun á sviði stjórnunar og reksturs og æskilegt sé að vað hafa menntun og íslenskt starfsleyfi á sviði heilbrigðisvísinda. Þá er auglýst eftir yfirlæknum á hjartasvið og geðheilsusvið. Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir var ráðinn framkvæmdastjóri lækninga í síðasta mánuði. Guðrún Karlsdóttir yfirlæknir á taugasviði sem hefur sagt starfi sínu lausu segir að ráðning hans sé hluti vandans nú.„Við læknarnir berum ekki traust til Ólafs. Við báðum hann að taka ekki við stöðunni út af ástandinu. Ég veit ekki hvernig hann á að geta starfað með læknunum hér þegar þeir bera ekki traust til hans. Hann hefur starfað með framkvæmdarstjórninni og svo hafa verið haldnir fundir með starfsfólki. Við viljum að hann víki,“ segir Guðrún Karlsdóttir. Fram kom í fréttum í gær að læknar á Reykjalundi vilji að öll framkvæmdastjórnin víki og skipuð verði starfsstjórn. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fundaði með Sjúkratryggingum Íslands og Landlækni vegna stöðunnar í næstu viku. „Ég sé ekki að ég geti beint beitt mér í málinu en það verður að finna leið í málinu. Ég hef að sjálfsögðu áhyggjur af stöðunni,“ segir Svandís. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar lýsir yfir þungum áhyggjum Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. 1. nóvember 2019 12:51 Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00 Vilja að framkvæmdastjórn Reykjalundar víki og skipuð verði starfsstjórn Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi. 1. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segist hafa áhyggjur af stöðunni á Reykjalundi. Læknar á stofnuninni bera ekki traust til nýs framkvæmdastjóra lækninga og báðu hann um að þiggja ekki stöðuna að sögn yfirlæknis taugasviðs. Mikil óvissa hefur ríkt á Reykjalundi síðustu vikur og hafa allir læknar nema þrír sagt upp störfum sínum en alls eru um fjórtán stöður á stofnuninni. Í dag er auglýst eftir forstjóra stofnunarinnar í Morgunblaðinu en núverandi forstjóri var tímabundið skipaður í síðasta mánuði. Í menntunar-og hæfnikröfum kemur meðal annar fram að viðkomandi þurfi að hafa háskólamenntun á sviði stjórnunar og reksturs og æskilegt sé að vað hafa menntun og íslenskt starfsleyfi á sviði heilbrigðisvísinda. Þá er auglýst eftir yfirlæknum á hjartasvið og geðheilsusvið. Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir var ráðinn framkvæmdastjóri lækninga í síðasta mánuði. Guðrún Karlsdóttir yfirlæknir á taugasviði sem hefur sagt starfi sínu lausu segir að ráðning hans sé hluti vandans nú.„Við læknarnir berum ekki traust til Ólafs. Við báðum hann að taka ekki við stöðunni út af ástandinu. Ég veit ekki hvernig hann á að geta starfað með læknunum hér þegar þeir bera ekki traust til hans. Hann hefur starfað með framkvæmdarstjórninni og svo hafa verið haldnir fundir með starfsfólki. Við viljum að hann víki,“ segir Guðrún Karlsdóttir. Fram kom í fréttum í gær að læknar á Reykjalundi vilji að öll framkvæmdastjórnin víki og skipuð verði starfsstjórn. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fundaði með Sjúkratryggingum Íslands og Landlækni vegna stöðunnar í næstu viku. „Ég sé ekki að ég geti beint beitt mér í málinu en það verður að finna leið í málinu. Ég hef að sjálfsögðu áhyggjur af stöðunni,“ segir Svandís.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar lýsir yfir þungum áhyggjum Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. 1. nóvember 2019 12:51 Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00 Vilja að framkvæmdastjórn Reykjalundar víki og skipuð verði starfsstjórn Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi. 1. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
Sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar lýsir yfir þungum áhyggjum Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. 1. nóvember 2019 12:51
Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00
Vilja að framkvæmdastjórn Reykjalundar víki og skipuð verði starfsstjórn Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi. 1. nóvember 2019 19:00