Báðu nýjan framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi að þiggja ekki stöðuna Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 2. nóvember 2019 13:28 Mikil óvissa ríkir á Reykjalundi. Stöð 2 Heilbrigðisráðherra segist hafa áhyggjur af stöðunni á Reykjalundi. Læknar á stofnuninni bera ekki traust til nýs framkvæmdastjóra lækninga og báðu hann um að þiggja ekki stöðuna að sögn yfirlæknis taugasviðs. Mikil óvissa hefur ríkt á Reykjalundi síðustu vikur og hafa allir læknar nema þrír sagt upp störfum sínum en alls eru um fjórtán stöður á stofnuninni. Í dag er auglýst eftir forstjóra stofnunarinnar í Morgunblaðinu en núverandi forstjóri var tímabundið skipaður í síðasta mánuði. Í menntunar-og hæfnikröfum kemur meðal annar fram að viðkomandi þurfi að hafa háskólamenntun á sviði stjórnunar og reksturs og æskilegt sé að vað hafa menntun og íslenskt starfsleyfi á sviði heilbrigðisvísinda. Þá er auglýst eftir yfirlæknum á hjartasvið og geðheilsusvið. Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir var ráðinn framkvæmdastjóri lækninga í síðasta mánuði. Guðrún Karlsdóttir yfirlæknir á taugasviði sem hefur sagt starfi sínu lausu segir að ráðning hans sé hluti vandans nú.„Við læknarnir berum ekki traust til Ólafs. Við báðum hann að taka ekki við stöðunni út af ástandinu. Ég veit ekki hvernig hann á að geta starfað með læknunum hér þegar þeir bera ekki traust til hans. Hann hefur starfað með framkvæmdarstjórninni og svo hafa verið haldnir fundir með starfsfólki. Við viljum að hann víki,“ segir Guðrún Karlsdóttir. Fram kom í fréttum í gær að læknar á Reykjalundi vilji að öll framkvæmdastjórnin víki og skipuð verði starfsstjórn. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fundaði með Sjúkratryggingum Íslands og Landlækni vegna stöðunnar í næstu viku. „Ég sé ekki að ég geti beint beitt mér í málinu en það verður að finna leið í málinu. Ég hef að sjálfsögðu áhyggjur af stöðunni,“ segir Svandís. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar lýsir yfir þungum áhyggjum Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. 1. nóvember 2019 12:51 Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00 Vilja að framkvæmdastjórn Reykjalundar víki og skipuð verði starfsstjórn Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi. 1. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segist hafa áhyggjur af stöðunni á Reykjalundi. Læknar á stofnuninni bera ekki traust til nýs framkvæmdastjóra lækninga og báðu hann um að þiggja ekki stöðuna að sögn yfirlæknis taugasviðs. Mikil óvissa hefur ríkt á Reykjalundi síðustu vikur og hafa allir læknar nema þrír sagt upp störfum sínum en alls eru um fjórtán stöður á stofnuninni. Í dag er auglýst eftir forstjóra stofnunarinnar í Morgunblaðinu en núverandi forstjóri var tímabundið skipaður í síðasta mánuði. Í menntunar-og hæfnikröfum kemur meðal annar fram að viðkomandi þurfi að hafa háskólamenntun á sviði stjórnunar og reksturs og æskilegt sé að vað hafa menntun og íslenskt starfsleyfi á sviði heilbrigðisvísinda. Þá er auglýst eftir yfirlæknum á hjartasvið og geðheilsusvið. Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir var ráðinn framkvæmdastjóri lækninga í síðasta mánuði. Guðrún Karlsdóttir yfirlæknir á taugasviði sem hefur sagt starfi sínu lausu segir að ráðning hans sé hluti vandans nú.„Við læknarnir berum ekki traust til Ólafs. Við báðum hann að taka ekki við stöðunni út af ástandinu. Ég veit ekki hvernig hann á að geta starfað með læknunum hér þegar þeir bera ekki traust til hans. Hann hefur starfað með framkvæmdarstjórninni og svo hafa verið haldnir fundir með starfsfólki. Við viljum að hann víki,“ segir Guðrún Karlsdóttir. Fram kom í fréttum í gær að læknar á Reykjalundi vilji að öll framkvæmdastjórnin víki og skipuð verði starfsstjórn. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fundaði með Sjúkratryggingum Íslands og Landlækni vegna stöðunnar í næstu viku. „Ég sé ekki að ég geti beint beitt mér í málinu en það verður að finna leið í málinu. Ég hef að sjálfsögðu áhyggjur af stöðunni,“ segir Svandís.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar lýsir yfir þungum áhyggjum Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. 1. nóvember 2019 12:51 Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00 Vilja að framkvæmdastjórn Reykjalundar víki og skipuð verði starfsstjórn Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi. 1. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar lýsir yfir þungum áhyggjum Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. 1. nóvember 2019 12:51
Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00
Vilja að framkvæmdastjórn Reykjalundar víki og skipuð verði starfsstjórn Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi. 1. nóvember 2019 19:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent