Fylgjast með stöðunni eftir mannskætt þyrluslys í Suður-Kóreu Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 20:44 TF-EIR, önnur af tveimur leiguþyrlum Landhelgisgæslunnar. Þær eru af gerðinni Airbus H225 Super Puma. Vísir/vilhelm Landhelgisgæslan mun fylgjast með framgangi rannsóknar á þyrluslysi sem varð í Suður-Kóreu síðastliðinn fimmtudag. Þyrlan sem hrapaði er af gerðinni Airbus H225 Super Puma, þeirri sömu og leiguþyrlur Landhelgisgæslunnar. Mbl.is greindi fyrst frá. Slysið varð úti fyrir austurströnd Suður-Kóreu í grennd við Dokdo-eyjaklasann seint á fimmtudag. Sjö voru í þyrlunni, sem var sjúkraflutningaþyrla á leið með slasaðan einstakling á spítala. Talið er að enginn um borð hafi komist lífs af. „Landhelgisgæslan mun fylgjast með framgangi þessarar rannsóknar og við munum leita eftir upplýsingum frá Airbus og flugmálayfirvöldum. Það hefur ekkert komið fram núna sem kallar á viðbrögð Landhelgisgæslunnar,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við Vísi. Leiguþyrlur Landhelgisgæslurnar eru tvær, TF-EIR og TF-GRÓ, og af gerðinni Airbus H225 Super Puma eins og áður segir. Þrettán létust í þyrluslysi í Noregi árið 2016 þegar þyrla af sömu gerð brotlenti í Tyrøy í Hörðalandi. Í kjölfarið innleiddi Airbus breytingar á gírkassa H225-þyrlanna, eftir að bróðurpartur flotans var kyrrsettur um heim allan. Landhelgisgæslan var einnig innt eftir viðbrögðum vegna slyssins í Noregi á sínum tíma en þá var floti hennar allur skipaður þyrlum af annari gerð. Í frétt Korea Times kemur fram að þyrlan sem fórst í Suður-Kóreu fyrir helgi hafi verið tekin í notkun í mars 2016. Þá hafi hún síðast verið yfirfarin í september eða október. Ekkert hefur enn komið fram um tildrög slyssins en Moon Jae-in forseti Suður-Kóreu hefur fyrirskipað að allar H225-þyrlur í landinu gangist nú undir skoðun. Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Suður-Kórea Tengdar fréttir Endurskoði leigu á þyrlum til Gæslunnar Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna reiknar með að Landhelgisgæslan endurmeti leigu á Super Puma þyrlum með umdeildum gírkassa eftir þyrluslys í Suður-Kóreu í síðustu viku. 27. júlí 2018 06:00 Beiðni um gögn í þyrlumálinu í skoðun hjá Landhelgisgæslunni Gæslan segir Airbus fullyrða að nýlegt hrap þyrlu í Suður-Kóreu virðist ekki tengjast gírkassa frá fyrirtækinu. 3. ágúst 2018 08:53 Slysið í Noregi snertir íslensku Gæsluþyrlurnar ekki Þrjár af björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar eru Super Pumur – en af annarri gerð en sú sem fórst. 3. júní 2016 07:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Sjá meira
Landhelgisgæslan mun fylgjast með framgangi rannsóknar á þyrluslysi sem varð í Suður-Kóreu síðastliðinn fimmtudag. Þyrlan sem hrapaði er af gerðinni Airbus H225 Super Puma, þeirri sömu og leiguþyrlur Landhelgisgæslunnar. Mbl.is greindi fyrst frá. Slysið varð úti fyrir austurströnd Suður-Kóreu í grennd við Dokdo-eyjaklasann seint á fimmtudag. Sjö voru í þyrlunni, sem var sjúkraflutningaþyrla á leið með slasaðan einstakling á spítala. Talið er að enginn um borð hafi komist lífs af. „Landhelgisgæslan mun fylgjast með framgangi þessarar rannsóknar og við munum leita eftir upplýsingum frá Airbus og flugmálayfirvöldum. Það hefur ekkert komið fram núna sem kallar á viðbrögð Landhelgisgæslunnar,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við Vísi. Leiguþyrlur Landhelgisgæslurnar eru tvær, TF-EIR og TF-GRÓ, og af gerðinni Airbus H225 Super Puma eins og áður segir. Þrettán létust í þyrluslysi í Noregi árið 2016 þegar þyrla af sömu gerð brotlenti í Tyrøy í Hörðalandi. Í kjölfarið innleiddi Airbus breytingar á gírkassa H225-þyrlanna, eftir að bróðurpartur flotans var kyrrsettur um heim allan. Landhelgisgæslan var einnig innt eftir viðbrögðum vegna slyssins í Noregi á sínum tíma en þá var floti hennar allur skipaður þyrlum af annari gerð. Í frétt Korea Times kemur fram að þyrlan sem fórst í Suður-Kóreu fyrir helgi hafi verið tekin í notkun í mars 2016. Þá hafi hún síðast verið yfirfarin í september eða október. Ekkert hefur enn komið fram um tildrög slyssins en Moon Jae-in forseti Suður-Kóreu hefur fyrirskipað að allar H225-þyrlur í landinu gangist nú undir skoðun.
Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Suður-Kórea Tengdar fréttir Endurskoði leigu á þyrlum til Gæslunnar Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna reiknar með að Landhelgisgæslan endurmeti leigu á Super Puma þyrlum með umdeildum gírkassa eftir þyrluslys í Suður-Kóreu í síðustu viku. 27. júlí 2018 06:00 Beiðni um gögn í þyrlumálinu í skoðun hjá Landhelgisgæslunni Gæslan segir Airbus fullyrða að nýlegt hrap þyrlu í Suður-Kóreu virðist ekki tengjast gírkassa frá fyrirtækinu. 3. ágúst 2018 08:53 Slysið í Noregi snertir íslensku Gæsluþyrlurnar ekki Þrjár af björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar eru Super Pumur – en af annarri gerð en sú sem fórst. 3. júní 2016 07:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Sjá meira
Endurskoði leigu á þyrlum til Gæslunnar Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna reiknar með að Landhelgisgæslan endurmeti leigu á Super Puma þyrlum með umdeildum gírkassa eftir þyrluslys í Suður-Kóreu í síðustu viku. 27. júlí 2018 06:00
Beiðni um gögn í þyrlumálinu í skoðun hjá Landhelgisgæslunni Gæslan segir Airbus fullyrða að nýlegt hrap þyrlu í Suður-Kóreu virðist ekki tengjast gírkassa frá fyrirtækinu. 3. ágúst 2018 08:53
Slysið í Noregi snertir íslensku Gæsluþyrlurnar ekki Þrjár af björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar eru Super Pumur – en af annarri gerð en sú sem fórst. 3. júní 2016 07:00