Lífið

Hermann og Alexandra opinbera fæðingu sonarins

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hermann Hreiðarsson hefur starfað sem knattspyrnuþjálfari undanfarin ár.
Hermann Hreiðarsson hefur starfað sem knattspyrnuþjálfari undanfarin ár. Vísir/Daníel
Her­mann Hreiðars­son, knattspyrnustjarna og -þjálfari, og Al­ex­andra Fann­ey Jó­hanns­dótt­ir, flugfreyja hjá Icelandair, eignuðust dreng í lok september.

Þessu greinir Hermann frá í fyrsta skipti opinberlega á Instagram-reikningi sínum í dag og birtir myndir af fyrstu vikunum í lífi sonarins, sem hann segir yndislegan og glæsilegan gleðigjafa.

„Hann sér um hjartabræðslu alla daga,“ skrifar Hermann.

Hermann og Alexandra opinberuðu samband sitt í fyrra. Töluverður aldursmunur er á parinu en Hermann er 45 ára og Alexandra 28 ára. Nýi gleðigjafinn er fyrsta barn þeirra saman en fyrir á Hermann tvær dætur úr fyrra hjónabandi.


Tengdar fréttir

Hermann aðstoðar Sol Campbell hjá Southend United

Hermann Hreiðarsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, mun aðstoða sinn fyrrum liðsfélaga Sol Campbell hjá enska C-deildarliðinu Southend United en sá síðarnefndi er að taka við sem knattspyrnustjóri liðsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.