Alvarlegum slysum við Kringlumýrarbraut fækkaði um 80% eftir að beygjuljós voru sett upp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 3. nóvember 2019 21:00 Alvarlegum slysum á gatnamótum við Kringlumýrarbraut fækkaði um 80% eftir að beygjuljós fyrir vinstribeygjur voru sett þar upp. stöð 2 Alvarlegum slysum á gatnamótum við Kringlumýrarbraut fækkaði um áttatíu prósent eftir að beygjuljós fyrir vinstri beygjur voru sett þar upp. Verkfræðingur segir ávinninginn gríðarlegan og að sparnaður vegna slysakostnaðar hlaupi á milljörðum króna. Í nýrri rannsókn á tíðni umferðarslysa á þremur umferðarþungum gatnamótum kemur fram að slysum hefur fækkað verulega eftir að svokölluð vinstribeygjuljós voru sett þar upp. Það er sérstök ljós fyrir vinstri beygjur sem liggja þvert yfir gatnamótin. Um er að ræða tvenn gatnamót við Kringlumýrarbraut, annars vegar við Miklubraut og hins vegar við Laugaveg. Og síðan við Miklubraut og Grensásveg. Slysatíðni í fimm ár fyrir og fimm ár eftir uppsetningu ljósanna var skoðuð. „Ef maður skoðar bara öll slys á gatnamótunum fækkaði þeim um hátt í áttatíu prósent. Ef við skoðum bara alvarlegu slysin fækkar þeim líka í kringum áttatíu prósent. Ef við skoðum bara vinstri beygju slysin fækkar þeim enn meira. Þannig það er mjög mikill ágóði af þessu,“ segir Anna Guðrún Stefánsdóttir, verkfræðingur.Anna Guðrún Stefánsdóttir, verkfræðingur.stöð 2„Beygjuljósið hér við Laugaveg var sett upp árið 2009 og á fimm árum eftir það fækkaði alvarlegum slysum, þar sem fólk slasaðist, um 79 prósent,“ bætir hún við. Til samanburðar voru skoðuð gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar þar sem beygjuljós hafa ekki verið sett upp. Þar fjölgaði slysum með meiðslum um 19 prósent á sama tíma. Anna telur rannsóknina sýna að beygjuljósin margborga sig þrátt fyrir að þau geti hægt á umferð. Taka mætti gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar til skoðunar. „Það er talið að eitt alvarlegt slys kosti þjóðfélagið um 124 milljónir króna. Alvarlegum slysum fækkaði það mikið til dæmis á Kringlumýrarbraut og Miklubraut að á fimm ára tímabili getum við sagt að það hafi sparast um 1,2 milljarðar króna. Sem er náttúrulega rosalegur ágóði. Svo á hinum gatnamótunum spöruðust 7-800 milljónir á hvorum gatnamótum fyrir sig,“ segir Anna Guðrún. Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Alvarlegum slysum á gatnamótum við Kringlumýrarbraut fækkaði um áttatíu prósent eftir að beygjuljós fyrir vinstri beygjur voru sett þar upp. Verkfræðingur segir ávinninginn gríðarlegan og að sparnaður vegna slysakostnaðar hlaupi á milljörðum króna. Í nýrri rannsókn á tíðni umferðarslysa á þremur umferðarþungum gatnamótum kemur fram að slysum hefur fækkað verulega eftir að svokölluð vinstribeygjuljós voru sett þar upp. Það er sérstök ljós fyrir vinstri beygjur sem liggja þvert yfir gatnamótin. Um er að ræða tvenn gatnamót við Kringlumýrarbraut, annars vegar við Miklubraut og hins vegar við Laugaveg. Og síðan við Miklubraut og Grensásveg. Slysatíðni í fimm ár fyrir og fimm ár eftir uppsetningu ljósanna var skoðuð. „Ef maður skoðar bara öll slys á gatnamótunum fækkaði þeim um hátt í áttatíu prósent. Ef við skoðum bara alvarlegu slysin fækkar þeim líka í kringum áttatíu prósent. Ef við skoðum bara vinstri beygju slysin fækkar þeim enn meira. Þannig það er mjög mikill ágóði af þessu,“ segir Anna Guðrún Stefánsdóttir, verkfræðingur.Anna Guðrún Stefánsdóttir, verkfræðingur.stöð 2„Beygjuljósið hér við Laugaveg var sett upp árið 2009 og á fimm árum eftir það fækkaði alvarlegum slysum, þar sem fólk slasaðist, um 79 prósent,“ bætir hún við. Til samanburðar voru skoðuð gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar þar sem beygjuljós hafa ekki verið sett upp. Þar fjölgaði slysum með meiðslum um 19 prósent á sama tíma. Anna telur rannsóknina sýna að beygjuljósin margborga sig þrátt fyrir að þau geti hægt á umferð. Taka mætti gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar til skoðunar. „Það er talið að eitt alvarlegt slys kosti þjóðfélagið um 124 milljónir króna. Alvarlegum slysum fækkaði það mikið til dæmis á Kringlumýrarbraut og Miklubraut að á fimm ára tímabili getum við sagt að það hafi sparast um 1,2 milljarðar króna. Sem er náttúrulega rosalegur ágóði. Svo á hinum gatnamótunum spöruðust 7-800 milljónir á hvorum gatnamótum fyrir sig,“ segir Anna Guðrún.
Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira