„Það vissu allir af kynferðisofbeldinu en enginn gerði neitt“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. nóvember 2019 18:30 Kona sem greindi sem barn frá kynferðisofbeldi af hálfu stjúpföður síns segir að kerfið hafi algjörlega brugðist sér á þeim tíma. Hún hafi þurft að umgangast hann þrátt fyrir ofbeldið. Hún segir sögu sína til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Um tuttugu konur stofnuðu hreyfinguna Líf án ofbeldis fyrir um mánuði. Þær hófu undirskriftarsöfnun sem er lokið og tvöþúsund manns hafa skrifað undir. Þar er dómsmálaráðherra krafin um að að sýna ábyrgð í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum þar sem börn verða fyrir ofbeldi. Þær óskuðu eftir fundi með ráðherra í dag til að afhenda listann. Kona sem vill ekki láta nafn síns getið og starfar með hreyfingunni Líf án ofbeldis segir mikilvægt að láta sögu sína heyrast svo slíkt mál endurtaki sig ekki. Hún segist hafa verið misnotuð kynferðislega af stjúpföður sínum sem barn. „Ég er eitt af uppkomnu börnunum í þessum félagsskap en ég varð fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu stjúpföður og kæri hann þegar ég er lítil en það er fellt frá vegna ónægra sönnunargagna. Þegar ég kæri er ég tólf ára en þá var búin að vera almenn vitneska um þetta í meira en ár. Ég var búin að segja frá í skólanum, félagsmiðstöðvum, móður, þetta var vitneskja í fjölskyldunni, kerfið var komið inní þetta en einhvern veginn þá gerði engin neitt.“ segir konan. Í bréfi Barnaverndar frá 1991 um hennar mál kemur fram að nefndin telur að til greina komi að stjúpinn dveljist áfram á heimili telpunnar. Nefndin leggur áherslu á að móðir styðji dóttur sína. Þá segir í bréfi frá sálfræðingi á þessum tíma að stúlkan hafi sagt að stjúpinn hafa káfað á henni utan og innan fata og rætt við hana um kynferðislegt málefni. Hún fór því aftur inná heimilið og segir að afleiðingarnar fyrir sig hafi verið skelfilegar. „Þetta hefur verið eins og rauði þráðurinn í lífi mínu, mér hefur aldrei tekist að fóta mig á vinnumarkaði, ég hef ekki mörk það er búið að valta svo oft yfir þau, ég efast um mig, ég er með fjöláfallastreitu, vefjagigt og er öryrki,“ segir konan. Mér finnst mikilvægt að samfélagið taki samtalið um hvernig beri að bregðast við málum sem þessum því þetta er ekki bara mál þolanda og geranda heldur allrar fjölskyldunnar og það þarf að vera til neyðarteymi sem grípur alla fjölskylduna þegar svona mál koma upp,“ segir konan.Hér má sjá allt viðtalið. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Kona sem greindi sem barn frá kynferðisofbeldi af hálfu stjúpföður síns segir að kerfið hafi algjörlega brugðist sér á þeim tíma. Hún hafi þurft að umgangast hann þrátt fyrir ofbeldið. Hún segir sögu sína til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Um tuttugu konur stofnuðu hreyfinguna Líf án ofbeldis fyrir um mánuði. Þær hófu undirskriftarsöfnun sem er lokið og tvöþúsund manns hafa skrifað undir. Þar er dómsmálaráðherra krafin um að að sýna ábyrgð í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum þar sem börn verða fyrir ofbeldi. Þær óskuðu eftir fundi með ráðherra í dag til að afhenda listann. Kona sem vill ekki láta nafn síns getið og starfar með hreyfingunni Líf án ofbeldis segir mikilvægt að láta sögu sína heyrast svo slíkt mál endurtaki sig ekki. Hún segist hafa verið misnotuð kynferðislega af stjúpföður sínum sem barn. „Ég er eitt af uppkomnu börnunum í þessum félagsskap en ég varð fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu stjúpföður og kæri hann þegar ég er lítil en það er fellt frá vegna ónægra sönnunargagna. Þegar ég kæri er ég tólf ára en þá var búin að vera almenn vitneska um þetta í meira en ár. Ég var búin að segja frá í skólanum, félagsmiðstöðvum, móður, þetta var vitneskja í fjölskyldunni, kerfið var komið inní þetta en einhvern veginn þá gerði engin neitt.“ segir konan. Í bréfi Barnaverndar frá 1991 um hennar mál kemur fram að nefndin telur að til greina komi að stjúpinn dveljist áfram á heimili telpunnar. Nefndin leggur áherslu á að móðir styðji dóttur sína. Þá segir í bréfi frá sálfræðingi á þessum tíma að stúlkan hafi sagt að stjúpinn hafa káfað á henni utan og innan fata og rætt við hana um kynferðislegt málefni. Hún fór því aftur inná heimilið og segir að afleiðingarnar fyrir sig hafi verið skelfilegar. „Þetta hefur verið eins og rauði þráðurinn í lífi mínu, mér hefur aldrei tekist að fóta mig á vinnumarkaði, ég hef ekki mörk það er búið að valta svo oft yfir þau, ég efast um mig, ég er með fjöláfallastreitu, vefjagigt og er öryrki,“ segir konan. Mér finnst mikilvægt að samfélagið taki samtalið um hvernig beri að bregðast við málum sem þessum því þetta er ekki bara mál þolanda og geranda heldur allrar fjölskyldunnar og það þarf að vera til neyðarteymi sem grípur alla fjölskylduna þegar svona mál koma upp,“ segir konan.Hér má sjá allt viðtalið.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira