Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. nóvember 2019 19:00 Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti landlæknis telja Útlendingastofnun hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. Samtökin No Borders Iceland birtu færslu á Facebook í gærkvöldi, sem vakið hefur hörð viðbrögð. Þar var sagt frá því að vísa ætti 26 ára gamalli albanskri þungaðri konu, ásamt manni sínum og tveggja ára barni er úr landi. Fjölskyldan kom til landins fyrir mánuði og sótti um hæli en hefur nú verið send úr landi. Konan er gengin tæpar 36 vikur. Eftir að ljóst var að fjölskyldunni yrði flogið úr landi aflaði konan sjálf læknisvottorðs frá mæðravernd Landspítala í gærkvöldi, þar sem fram kemur að hún sé slæm af stoðkerfisverkjum í baki og "ætti erfitt með langt flug".Vottorðið átti að mæla gegn flugi Samtök um réttindi flóttafólks á Íslandi túlka vottorðið sem svo að konan sé ekki ferðafær. Starfandi yfirlæknir í mæðravernd tekur í sama streng. „Ég get allavega ekki séð að vottorðið hafi verið gefið út í öðrum tilgangi en að gefa það til kynna að við mæltum ekki með því að hún færi í flug í þessum tilgangi,“ segir Eva Jónsdóttir, starfandi yfirlæknir fæðingarþjónstu Landspítala. „Við sjáum það ekki út frá þessu að þetta hefði átt að leiða til þess að ekki yrði farið af stað með framkvæmdina,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, starfandi forstjóri Útlendingastofnunar. Ekkert komi fram í vottorðinu sem bendi til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Þá sé gætt mjög að öryggi og líðan fólks í flutningum sem þessum. Embætti Landlæknis lítur málið alvarlegum augum og telur útlendingastofnun hafa farið gegn ráðleggingum sérfræðinga. Þá mælir mæðravernd gegn því að þungaðar konur í viðkvæmri stöðu, og komnar langt á leið, fljúgi. „Þær eru undir gríðarlega andlegu álagi og fjölskyldan,“ segir Eva. Eftir því sem lengra er liðið á meðgönguna aukist líkurnar á því að konan fari í fæðngu eða að óvænt vandamál komi upp. „Að okkar reynslu eru vottorð almennt mjög skýr um það hvort viðkomandi geti farið í flug eða ekki,“ segir Þorsteinn. „Ef það er einhver óvissa varðandi okkar mat út frá vottorði þá myndi maður vilja að þau hefðu samband og leituðu ráða,“ segir Eva. Engin mistök gerð Þorsteinn bendir á að Stoðdeild Ríkislögreglustjóra, sem framkvæmdi flutninginn, hafi stuðst við vottorð frá öðrum lækni á heilsugæslunni um að konan væri í standi til að fljúga. Fram hefur komið að konan kannist ekki við að hafa hitt þann lækni.Þannig að þið gerðuð ekki mistök?„Á þessum tímapunkti þá sjáum við ekkert í þessu máli sem við myndum líta á sem einhver mistök. En það virðast vera uppi deildar meiningar um það meðal heilbrigðisstarfsfólks hvernig beri að túlka þetta vottorð og það er klárlega eitthvað sem við munum eiga samtal við heilbrigðisyfirvöld um á næstunni,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, starfandi forstjóri Útlendingastofnunar. Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti landlæknis telja Útlendingastofnun hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. Samtökin No Borders Iceland birtu færslu á Facebook í gærkvöldi, sem vakið hefur hörð viðbrögð. Þar var sagt frá því að vísa ætti 26 ára gamalli albanskri þungaðri konu, ásamt manni sínum og tveggja ára barni er úr landi. Fjölskyldan kom til landins fyrir mánuði og sótti um hæli en hefur nú verið send úr landi. Konan er gengin tæpar 36 vikur. Eftir að ljóst var að fjölskyldunni yrði flogið úr landi aflaði konan sjálf læknisvottorðs frá mæðravernd Landspítala í gærkvöldi, þar sem fram kemur að hún sé slæm af stoðkerfisverkjum í baki og "ætti erfitt með langt flug".Vottorðið átti að mæla gegn flugi Samtök um réttindi flóttafólks á Íslandi túlka vottorðið sem svo að konan sé ekki ferðafær. Starfandi yfirlæknir í mæðravernd tekur í sama streng. „Ég get allavega ekki séð að vottorðið hafi verið gefið út í öðrum tilgangi en að gefa það til kynna að við mæltum ekki með því að hún færi í flug í þessum tilgangi,“ segir Eva Jónsdóttir, starfandi yfirlæknir fæðingarþjónstu Landspítala. „Við sjáum það ekki út frá þessu að þetta hefði átt að leiða til þess að ekki yrði farið af stað með framkvæmdina,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, starfandi forstjóri Útlendingastofnunar. Ekkert komi fram í vottorðinu sem bendi til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Þá sé gætt mjög að öryggi og líðan fólks í flutningum sem þessum. Embætti Landlæknis lítur málið alvarlegum augum og telur útlendingastofnun hafa farið gegn ráðleggingum sérfræðinga. Þá mælir mæðravernd gegn því að þungaðar konur í viðkvæmri stöðu, og komnar langt á leið, fljúgi. „Þær eru undir gríðarlega andlegu álagi og fjölskyldan,“ segir Eva. Eftir því sem lengra er liðið á meðgönguna aukist líkurnar á því að konan fari í fæðngu eða að óvænt vandamál komi upp. „Að okkar reynslu eru vottorð almennt mjög skýr um það hvort viðkomandi geti farið í flug eða ekki,“ segir Þorsteinn. „Ef það er einhver óvissa varðandi okkar mat út frá vottorði þá myndi maður vilja að þau hefðu samband og leituðu ráða,“ segir Eva. Engin mistök gerð Þorsteinn bendir á að Stoðdeild Ríkislögreglustjóra, sem framkvæmdi flutninginn, hafi stuðst við vottorð frá öðrum lækni á heilsugæslunni um að konan væri í standi til að fljúga. Fram hefur komið að konan kannist ekki við að hafa hitt þann lækni.Þannig að þið gerðuð ekki mistök?„Á þessum tímapunkti þá sjáum við ekkert í þessu máli sem við myndum líta á sem einhver mistök. En það virðast vera uppi deildar meiningar um það meðal heilbrigðisstarfsfólks hvernig beri að túlka þetta vottorð og það er klárlega eitthvað sem við munum eiga samtal við heilbrigðisyfirvöld um á næstunni,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, starfandi forstjóri Útlendingastofnunar.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03
Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent