Innlent

Játaði líkamsárás á Októberfest Háskóla Íslands

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mikill fjöldi hefur sótt Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands undanfarin ár.
Mikill fjöldi hefur sótt Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands undanfarin ár. Vísir/Andri Marinó
26 ára karlmaður var dæmdur í níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á bílastæði við Sæmundargötu við Háskóla Íslands aðfaranótt laugardagsins 9. september árið 2017. Þá helgi fór Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands fram.Dómurinn er skilorðsbundinn að mestu eða sem nemur sjö mánuðum. Var tekið tillit til játningarinnar og þess að karlmaðurinn hefur ekki áður gerst brotlegur við lög.Karlmaðurinn játaði að hafa ráðist á annan karlmann sem féll til jarðar. Í framhaldinu sparkaði hann ítrekað í höfuð hans með þeim afleiðingum að sá liggjandi hlaut dreifða heilaáverka auk fjölda annarra áverka og blæðinga.Var krafist 1,5 milljóna króna í miskabætur vegna árásarinnar. Féllst dómurinn á að greiða brotaþola 700 þúsund krónur í bætur.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.