Fólkið á Airwaves: „Allt nema verðið er fullkomið!“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 17:00 Yana og Kirill voru mjög spennt fyrir Airwaves. Vísir/Hallgerður Yana og Kirill stóðu í röðinni fyrir framan Hard Rock að bíða eftir að Úlfur Úlfur byrjaði að spila. Þau voru þau fyrstu til að mæta í röðina og voru þau vel til þess búin á köldu nóvemberkvöldinu. Þetta er fyrsta skiptið sem þau koma til Íslands en parið er frá Rússlandi. Þau segja það hafa verið langþráðan draum að heimsækja Ísland og hafi nóvember verið besti mánuðurinn til þess að láta drauminn rætast. „Okkur langaði að heimsækja Ísland og við tókum eftir því að það væri gott að gera í nóvember vegna þess að það eru engir ferðamenn og Iceland Airwaves er í gangi,“ segir Yana. „Við þekkjum bara rússneska tónlistarmanninn Ivan Dorn þannig að við ætlum bara að fylgja flæðinu, fara í gegn um dagskránna og elta þekktustu tónlistarmennina,“ segir Kirill. Þau ætli að undirbúa sig betur fyrir næstu kvöld en ekki hafi gefist tími til þess þar sem þau höfðu keyrt suður að Gullfossi fyrr um daginn. „Það er svo margt fallegt að sjá. Margir fossar og náttúran er mjög falleg. Það er líka skemmtilegt að á Gullfossi var kominn vetur en hér í Reykjavík er enn þá haust,“ segir Yana og vekur undrun blaðamanns þar sem hún er klædd í hnausþykkan kuldagalla. „Allt nema verðið er fullkomið,“ skýtur Kirill inn í og Yana kinkar kolli til að staðfesta þetta. „Við verðum á Íslandi í tíu daga og eigum rúmlega helminginn eftir. Við erum búin að fara á norðurlandið og til Keflavíkur. Við fórum í Bláa Lónið þar. Eftir hátíðina ætlum við svo að fara á Suðurlandið,“ segir Yana. Hátíðin sjálf vekur þó ekki minni kátínu hjá parinu en þau segja hana einstaklega áhugaverða. Þau hafi aldrei farið á tónlistarhátíð sem fylgir svipuðu sniði, þar sem notast er við marga tónleikastaði í einu. „Þetta er ótrúlega áhugaverð hugmynd, við höfum aldrei farið á svipaða tónlistarhátíð áður þar sem eru mörg svið og þú getur ferðast á milli þeirra allt kvöldið,“ segir Yana. „Yfirleitt er bara eitt svið, í mesta lagi tvö, þar sem spilað er fyrir framan þúsundir manna. Þannig að þetta er mjög áhugavert,“ bætir hún við. Airwaves Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira
Yana og Kirill stóðu í röðinni fyrir framan Hard Rock að bíða eftir að Úlfur Úlfur byrjaði að spila. Þau voru þau fyrstu til að mæta í röðina og voru þau vel til þess búin á köldu nóvemberkvöldinu. Þetta er fyrsta skiptið sem þau koma til Íslands en parið er frá Rússlandi. Þau segja það hafa verið langþráðan draum að heimsækja Ísland og hafi nóvember verið besti mánuðurinn til þess að láta drauminn rætast. „Okkur langaði að heimsækja Ísland og við tókum eftir því að það væri gott að gera í nóvember vegna þess að það eru engir ferðamenn og Iceland Airwaves er í gangi,“ segir Yana. „Við þekkjum bara rússneska tónlistarmanninn Ivan Dorn þannig að við ætlum bara að fylgja flæðinu, fara í gegn um dagskránna og elta þekktustu tónlistarmennina,“ segir Kirill. Þau ætli að undirbúa sig betur fyrir næstu kvöld en ekki hafi gefist tími til þess þar sem þau höfðu keyrt suður að Gullfossi fyrr um daginn. „Það er svo margt fallegt að sjá. Margir fossar og náttúran er mjög falleg. Það er líka skemmtilegt að á Gullfossi var kominn vetur en hér í Reykjavík er enn þá haust,“ segir Yana og vekur undrun blaðamanns þar sem hún er klædd í hnausþykkan kuldagalla. „Allt nema verðið er fullkomið,“ skýtur Kirill inn í og Yana kinkar kolli til að staðfesta þetta. „Við verðum á Íslandi í tíu daga og eigum rúmlega helminginn eftir. Við erum búin að fara á norðurlandið og til Keflavíkur. Við fórum í Bláa Lónið þar. Eftir hátíðina ætlum við svo að fara á Suðurlandið,“ segir Yana. Hátíðin sjálf vekur þó ekki minni kátínu hjá parinu en þau segja hana einstaklega áhugaverða. Þau hafi aldrei farið á tónlistarhátíð sem fylgir svipuðu sniði, þar sem notast er við marga tónleikastaði í einu. „Þetta er ótrúlega áhugaverð hugmynd, við höfum aldrei farið á svipaða tónlistarhátíð áður þar sem eru mörg svið og þú getur ferðast á milli þeirra allt kvöldið,“ segir Yana. „Yfirleitt er bara eitt svið, í mesta lagi tvö, þar sem spilað er fyrir framan þúsundir manna. Þannig að þetta er mjög áhugavert,“ bætir hún við.
Airwaves Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira