Lífið

Einstaklega vel hannaðar sundlaugar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Góð hönnun getur verið dýrmæt.
Góð hönnun getur verið dýrmæt.

Á YouTube-síðunni TTI má sjá myndband þar sem farið yfir átta mismunandi sundlaugar við heimili viðsvegar um heiminn.

Allar eiga þær það sameiginlegt að vera mjög vel hannaðar og þar fer nýjasta tækni með aðalhlutverkið.

Sjá má allskyns brögð til að minnka rekstrarkostnað og halda vatninu hreinu sem lengst.

Flestar eiga það sameiginlegt að hægt er að loka þeim. Það getur verið mikill lúxus að vera með sundlaug í bakgarðinum en það getur einnig verið dýrt og töluvert vesen.

Sumar sundlaugar eru í raun sólpallur en með tækninni lækkar pallurinn og úr verður sundlaug. Sundlaugin er í raun falin undir viðarpalli.

Hér að neðan má sjá vel hannaðar útilaugar.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.