Innlent

Kvartað yfir loftgæðum

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Loftgæði eru slæm í Stjórnsýsluhúsinu.
Loftgæði eru slæm í Stjórnsýsluhúsinu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Ráðast þarf í endurbætur á loftræstikerfi Stjórnsýsluhússins á Ísafirði en kostnaður er áætlaður um 86 milljónir króna. Þetta kemur fram í minnisblaði frá bæjarritara sem lagt var fyrir bæjarráð síðastliðinn mánudag.

Í minnisblaðinu kemur fram að starfsmenn í húsinu, sem hýsir meðal annars bæjarskrifstofur, hafi kvartað yfir þurru og þungu lofti. Takmarkaðir möguleikar séu á því að auka loftgæði en starfsmenn hafa fundið fyrir sárindum í hálsi, augum og húð. Mælingar sem gerðar hafa verið staðfesta að loftgæðin séu undir viðmiðunarmörkum.

Ísafjarðarbær hafði gert ráð fyrir að verja 10 milljónum króna til endurbóta á loftræstikerfinu á yfirstandandi ári. Bærinn á tæpan þriðjung af húsnæðinu en samkvæmt upphaflegri úttekt Verkís áttu framkvæmdirnar að kosta 30-40 milljónir. Í þessum mánuði kom hins vegar ný úttekt sem gerir ráð fyrir kostnaði upp á 86 milljónir.

Bæjarráð samþykkti að vísa framkvæmdinni til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×