Búsetumismunun vegna NPA Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. október 2019 06:46 Rúnar segir enn verið að gera beingreiðslusamninga byggða á úreltum lögum. Fréttablaðið/GVA Eitt af fyrstu verkefnum þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr var að lögfesta notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk, eða NPA. Innleiðingin hefur hins vegar gengið brösuglega og er mjög mismunandi eftir sveitarfélögum, bæði hvað varðar fjölda NPA-samninga og upphæðir sem greiddar eru. Að sögn Rúnars Björns Herrera Þorkelssonar, formanns NPA miðstöðvarinnar, hafa sveitarfélögin haft lítið samráð við útfærsluna. Hafnarfjörður, sem hefur hlutfallslega flesta NPA-samninga, ákvað nýlega að stofna starfshóp en lét upphæðina fylgja launavísitölu en ekki kjarasamningum, 4.117 króna tímagjald. „Upphæðin er allt of lág og dugar engan veginn til að greiða aðstoðarfólki kjarasamningsbundin laun og réttindi, og þannig er þetta víðs vegar,“ segir Rúnar. „Við höfum sent helstu sveitarfélögum landsins útreikninga samkvæmt lágmarki kjarasamninga og nokkur hafa tekið þá upp, svo sem Reykjavík og Ísafjörður.“ Samræming launataxta hefur gengið mjög illa og skapar það ójöfn búsetuskilyrði fyrir fatlað fólk. Sveitarfélögin greiða 75 prósent af kostnaði samninga og ríkið 25 prósent. Fjármálaráðuneytið hefur ekki gefið út viðmið taxta eins og sveitarfélögin vilja. Rúnar segir að taxtamunurinn hafi verið allt að 10 prósent á síðasta ári. „Fatlað fólk myndi ábyggilega flytja ef það gæti en húsnæðismarkaðurinn er erfiður, sérstaklega fyrir fatlaða þar sem húsnæði með aðgengi er aðeins hluti af markaðinum,“ segir hann.„Í dag er staðan sú að mörg sveitarfélögin eru hrædd við að taka upp NPA. Ákvörðunum er frestað og mál tafin. Fatlað fólk fær mjög misvísandi upplýsingar um réttindi sín og oft beinlínis rangar. Einnig er enn þá verið að gera beingreiðslusamninga við fólk, sem byggjast á afnumdum lögum um málefni fatlaðs fólks, til dæmis um liðveislu,“ segir Rúnar. Samkvæmt lögunum skulu sveitarfélögin hafa samráð við hagsmunasamtök fatlaðs fólks varðandi skipulag en aðeins tvö hafa gert það, Reykjavík og Reykjanesbær. Samráð við fatlaða varðandi NPA-námskeið fyrir fatlað fólk, aðstoðarfólk og umsýsluaðila hefur einnig verið í skötulíki. Samkvæmt lögum á ráðherra að skipa samráðsnefnd ráðherra til ráðgjafar og fatlaðir að vera þar í meirihluta. „Ekkert hefur heyrst af skipun þessarar nefndar og nú er komið ár síðan lögin voru samþykkt,“ segir Rúnar. „Samt er verið að funda um þessi lög, milli sveitarfélaganna og ráðuneytisins.“ Eitt helsta deilumálið varðandi NPA er það hvort löggjöfin nái til barna eða ekki. Samband íslenskra sveitarfélaga telur svo ekki vera en velferðarnefnd Alþingis telur að sveitarfélögunum sé það í sjálfsvald sett að gera NPA-samninga fyrir börn. „Ég tók þátt í að semja þessi lög og það hefur allan tímann verið mjög skýrt að þau nái til barna. Hvergi er tekið fram að svo sé ekki,“ segir Rúnar. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Eitt af fyrstu verkefnum þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr var að lögfesta notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk, eða NPA. Innleiðingin hefur hins vegar gengið brösuglega og er mjög mismunandi eftir sveitarfélögum, bæði hvað varðar fjölda NPA-samninga og upphæðir sem greiddar eru. Að sögn Rúnars Björns Herrera Þorkelssonar, formanns NPA miðstöðvarinnar, hafa sveitarfélögin haft lítið samráð við útfærsluna. Hafnarfjörður, sem hefur hlutfallslega flesta NPA-samninga, ákvað nýlega að stofna starfshóp en lét upphæðina fylgja launavísitölu en ekki kjarasamningum, 4.117 króna tímagjald. „Upphæðin er allt of lág og dugar engan veginn til að greiða aðstoðarfólki kjarasamningsbundin laun og réttindi, og þannig er þetta víðs vegar,“ segir Rúnar. „Við höfum sent helstu sveitarfélögum landsins útreikninga samkvæmt lágmarki kjarasamninga og nokkur hafa tekið þá upp, svo sem Reykjavík og Ísafjörður.“ Samræming launataxta hefur gengið mjög illa og skapar það ójöfn búsetuskilyrði fyrir fatlað fólk. Sveitarfélögin greiða 75 prósent af kostnaði samninga og ríkið 25 prósent. Fjármálaráðuneytið hefur ekki gefið út viðmið taxta eins og sveitarfélögin vilja. Rúnar segir að taxtamunurinn hafi verið allt að 10 prósent á síðasta ári. „Fatlað fólk myndi ábyggilega flytja ef það gæti en húsnæðismarkaðurinn er erfiður, sérstaklega fyrir fatlaða þar sem húsnæði með aðgengi er aðeins hluti af markaðinum,“ segir hann.„Í dag er staðan sú að mörg sveitarfélögin eru hrædd við að taka upp NPA. Ákvörðunum er frestað og mál tafin. Fatlað fólk fær mjög misvísandi upplýsingar um réttindi sín og oft beinlínis rangar. Einnig er enn þá verið að gera beingreiðslusamninga við fólk, sem byggjast á afnumdum lögum um málefni fatlaðs fólks, til dæmis um liðveislu,“ segir Rúnar. Samkvæmt lögunum skulu sveitarfélögin hafa samráð við hagsmunasamtök fatlaðs fólks varðandi skipulag en aðeins tvö hafa gert það, Reykjavík og Reykjanesbær. Samráð við fatlaða varðandi NPA-námskeið fyrir fatlað fólk, aðstoðarfólk og umsýsluaðila hefur einnig verið í skötulíki. Samkvæmt lögum á ráðherra að skipa samráðsnefnd ráðherra til ráðgjafar og fatlaðir að vera þar í meirihluta. „Ekkert hefur heyrst af skipun þessarar nefndar og nú er komið ár síðan lögin voru samþykkt,“ segir Rúnar. „Samt er verið að funda um þessi lög, milli sveitarfélaganna og ráðuneytisins.“ Eitt helsta deilumálið varðandi NPA er það hvort löggjöfin nái til barna eða ekki. Samband íslenskra sveitarfélaga telur svo ekki vera en velferðarnefnd Alþingis telur að sveitarfélögunum sé það í sjálfsvald sett að gera NPA-samninga fyrir börn. „Ég tók þátt í að semja þessi lög og það hefur allan tímann verið mjög skýrt að þau nái til barna. Hvergi er tekið fram að svo sé ekki,“ segir Rúnar.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira