Innlent

Kynna á­form um laga­setningu um plast­vörur

Atli Ísleifsson skrifar
Ákvæðum tilskipunarinnar er fyrst og fremst beint að þeim plastvörum sem finnast helst á ströndum.
Ákvæðum tilskipunarinnar er fyrst og fremst beint að þeim plastvörum sem finnast helst á ströndum. Getty
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur óskað eftir umsögnum um áform um frumvarp til laga um breytingu á lagasetningu um plastvörur. Er markmið frumvarpsins að draga úr áhrifum plasts á umhverfið og heilsu fólks. Sömuleiðis að hreinsa plast úr umhverfinu, vekja neytendur til umhugsunar um neyslu og umhverfisáhrif plasts, draga úr notkun einnota plastvara og styðja við notkun fjölnota vara.Þetta kemur fram í frétt á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Lögin sem um ræðir eru lög um hollustuhætti og mengunarvarnir og byggi lagasetningin á innleiðingu nýrrar Evróputilskipunar sem ætlað er að koma í veg fyrir og draga úr umhverfisáhrifum af tilteknum vörum úr plasti og áhrifum þeirra á heilsu fólks.„Tilskipunin, sem lagasetningunni verður ætlað að innleiða, tekur fyrst og fremst til þeirra plastvara sem algengastar eru á strandsvæðum en mælingar hafa sýnt að rusl á ströndum í Evrópu er allt að 80-85% plast. Þar af eru einnota plastvörur 50% og um 27% af rusli tengist veiðum. Tilskipuninni er einnig ætlað að styðja við hringrásarhagkerfið og efla úrgangsforvarnir með því að ýta undir notkun sjálfbærra og fjölnota vara, fremur en einnota,“ segir í fréttinni.Óskað er eftir því að umsagnir um áformin berist í Samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 11. nóvember næstkomandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.