Sport

Í beinni í dag: Meistararnir mæta í Mosfellsbæinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukur Þrastarson og félagar í Selfossi mæta Aftureldingu í lokaleik 7. umferðar Olís-deildar karla í kvöld.
Haukur Þrastarson og félagar í Selfossi mæta Aftureldingu í lokaleik 7. umferðar Olís-deildar karla í kvöld. vísir/vilhelm

Nóg verður í boði á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í kvöld. Stórleikur í Olís-deild karla í handbolta og Seinni bylgjan, íslenski körfuboltinn, ítalski boltinn og golf.

Sjöundu umferð Olís-deildarinnar lýkur með leik Aftureldingar og Íslandsmeistara Selfoss að Varmá.

Mosfellingar hafa komið mörgum á óvart og eru með tíu stig af tólf mögulegum eftir sex leiki. Selfyssingar geta einnig vel við unað með sín níu stig. Þeir hafa þegar sótt stig í Kaplakrika, á Hlíðarenda og í Vestmannaeyjum.

Leikur Aftureldingar og Selfoss hefst klukkan 19:30. Seinni bylgjan er svo á dagskrá að honum loknum. Þar verður farið yfir 7. umferð Olís-deildar karla og 6. umferð Olís-deildar kvenna.

Fimmta umferð Domino's deildar karla fer af stað í kvöld með fjórum leikjum. Sýnt verður beint frá leik Þórs og Hauka í Þorlákshöfn.

Haukar eru í 3. sæti deildarinnar með sex stig en Þórsarar eru með tvö stig í ellefta og næstneðsta sæti.

Gamla stórveldið AC Milan tekur á móti SPAL í ítölsku úrvalsdeildinni. Milan hefur gengið brösuglega það sem af er tímabili og bíður enn eftir fyrsta sigrinum undir stjórn nýja knattspyrnustjórans, Stefanos Pioli. SPAL er í fallsæti með aðeins sjö stig.

Þá verður sýnt frá mótum á PGA og LPGA-mótaröðunum í golfi og frá HSBC meistaramótinu.

Að venju má finna allar upplýsingar um beinar útsendingar á Stöð 2 Sport hér.

Dagskrá sportrása Stöðvar 2 í kvöld:
16:30 Bermunda Championship, Stöð 2 Golf
19:05 Þór Þ. - Haukar, Sport 2
19:15 Afturelding - Selfoss, Sport
19:55 AC Milan - SPAL, Sport 3
21:15 Seinni bylgjan, Sport
02:00 HSBC Championship, Stöð 2 Golf
04:00 LPGA Tour 2019, Sport 4Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.