Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. október 2019 19:15 Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. Spice er fíkniefni þar sem vímugjafinn í kannabisplöntunni er efnafræðilega búin til og er mun sterkara en efnið úr plöntunni sjálfri. Spice hefur leitt til dauða í fjölmörgum tilvikum erlendis. Nafnið er til komið vegna þess að það líkist oft kryddi eða það er blandað í krydd. Það getur þó verið í nánast hvaða formi sem er Fangaverðir á Litla-Hrauni fóru að finna efnið í miklum mæli árið 2017. Áður var afar sjaldgjæft að efnið fyndist í fangelsinu. Karlmaður á fimmtugsaldri, vistmaður á Litla-Hrauni, fannst látinn í klefa sínum í lok ágúst og liggja niðurstöður krufningarinnar nú fyrir. „Það er óvenju hátt magn af hinu svokallað Spice í hinum látna. Það er ekki hægt að rekja það að það sé orsökin á andlátinu en sé ekkert annað til staðar má ætla að það gæti hafa átt þátt í því að hann lést,“ segir Rúnar Steingrímsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi. Það getur verið mjög erfitt að finna Spice þar sem það getur haft mismunandi lögun og lit og þá er erfitt að notast við hefðbundnar aðferðir við að finna það. Í samtali við fréttastofu segist Páll Winkel hafa áhyggjur af neyslu efnisins í fangelsinu. Reglulega komi upp mál þar sem fangar séu í mjög slæmu ástandi eftir neyslu sem hafi í för með sér mikið álag fyrir starfsmenn og aðra fanga. Mikilvægt sé að bjóða upp á markvissari meðferð til að draga úr eftirspurn. Spice var sett í regluerð um ávana- og fíkniefni haustið 2018 en í dag eru fimm afleiður efnisins ólöglegar hér á landi. „Þá höfum við á þessu ári gefið út tíu ákærur vegna þessa ólöglegu afleiða. það eru náttúrulega afleiður sem ekki eru á þessum lista og ein af þeim afleiðum fundust til dæmis í hinum látna,“ segir Rúnar. Oft sé erfitt fyrir lögreglu að eiga við fíknefnið „Ef lögreglan fær í hendurnar Spice þá er ekki víst að það sé ólöglegt. Það getur verið efni sem ekki er á listinnum en með sömu áhrif,“ segir Rúnar. Auðvelt virðist vera að búa til nýjar afleiður af efninu sem séu löglegar. „Til þess að vera eins og virðist vera þá í kapphlaupi við það sem er löglegt,“ segir Rúnar. Árborg Fangelsismál Fíkn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. Spice er fíkniefni þar sem vímugjafinn í kannabisplöntunni er efnafræðilega búin til og er mun sterkara en efnið úr plöntunni sjálfri. Spice hefur leitt til dauða í fjölmörgum tilvikum erlendis. Nafnið er til komið vegna þess að það líkist oft kryddi eða það er blandað í krydd. Það getur þó verið í nánast hvaða formi sem er Fangaverðir á Litla-Hrauni fóru að finna efnið í miklum mæli árið 2017. Áður var afar sjaldgjæft að efnið fyndist í fangelsinu. Karlmaður á fimmtugsaldri, vistmaður á Litla-Hrauni, fannst látinn í klefa sínum í lok ágúst og liggja niðurstöður krufningarinnar nú fyrir. „Það er óvenju hátt magn af hinu svokallað Spice í hinum látna. Það er ekki hægt að rekja það að það sé orsökin á andlátinu en sé ekkert annað til staðar má ætla að það gæti hafa átt þátt í því að hann lést,“ segir Rúnar Steingrímsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi. Það getur verið mjög erfitt að finna Spice þar sem það getur haft mismunandi lögun og lit og þá er erfitt að notast við hefðbundnar aðferðir við að finna það. Í samtali við fréttastofu segist Páll Winkel hafa áhyggjur af neyslu efnisins í fangelsinu. Reglulega komi upp mál þar sem fangar séu í mjög slæmu ástandi eftir neyslu sem hafi í för með sér mikið álag fyrir starfsmenn og aðra fanga. Mikilvægt sé að bjóða upp á markvissari meðferð til að draga úr eftirspurn. Spice var sett í regluerð um ávana- og fíkniefni haustið 2018 en í dag eru fimm afleiður efnisins ólöglegar hér á landi. „Þá höfum við á þessu ári gefið út tíu ákærur vegna þessa ólöglegu afleiða. það eru náttúrulega afleiður sem ekki eru á þessum lista og ein af þeim afleiðum fundust til dæmis í hinum látna,“ segir Rúnar. Oft sé erfitt fyrir lögreglu að eiga við fíknefnið „Ef lögreglan fær í hendurnar Spice þá er ekki víst að það sé ólöglegt. Það getur verið efni sem ekki er á listinnum en með sömu áhrif,“ segir Rúnar. Auðvelt virðist vera að búa til nýjar afleiður af efninu sem séu löglegar. „Til þess að vera eins og virðist vera þá í kapphlaupi við það sem er löglegt,“ segir Rúnar.
Árborg Fangelsismál Fíkn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira