Lífið

Stóðu fyrir utan húsið í Barcelona en þorðu ekki að banka

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðrún hefur leitað að svörum í um tíu ár.
Guðrún hefur leitað að svörum í um tíu ár.
Foreldrar Guðrúnar Andreu Sólveigardóttur voru bara táningar þegar hún kom í heiminn. Þau höfðu kynnst í enskuskóla í Bretlandi.Hún frá Íslandi og hann frá Spáni. Guðrún hefur aldrei hitt föður sinn en hefur lengi langað að hafa upp á honum.Fyrir um áratug ákvað Guðrún að flytja til Barcelona og reyna að finna föður sinn en án árangurs. Fjallað var um mál Guðrúnar í þættinum Leitin að upprunanum.Fyrir þá sem hafa ekki séð þátt gærkvöldsins ættu ekki að lesa lengra en hér að neðan verður farið yfir það hvernig leitin gekk......Það er búið að vara þig við......

Sólveig var aðeins fimmtán ára þegar hún eignaðist Guðrúnu.
Guðrún Andrea kom í heiminn þegar móðir hennar var aðeins 15 ára en hún fæddist rétt fyrir páska og móðir hennar, Sólveig Andrea Jónsdóttir, var mætt aftur í skólann í tíunda bekk eftir páskafríið.Afi hennar og amma voru því mikið með hana og má segja að hún hafi að vissu leyti verið alin upp á þeirra heimili. Guðrún eignaðist seinna stjúpföður sem gekk henni einnig í föðurstað. Hún hefur aldrei upplifað þá tilfinningu að vanta föðurímynd í sitt líf. Aftur á móti var forvitnin mikil.

Ekki er allt sem sýnist

Fjölskylda hennar upplifði aftur á móti ákveðna höfnun frá föður hennar á Spáni og þá sérstaklega fjölskyldu hans. Samskiptin voru í raun enginn og þegar krefjast átti meðlags á Spáni vildi faðir hennar ekkert við hana kannast.Það var tilfinning fjölskyldunnar heima á Íslandi að faðir mannsins væri sá sem vildi enginn samskipti milli fjölskyldnanna og því fór sem fór að samskiptin urðu enginn. Dómskjöl frá Spáni greindu frá því að faðir Guðrúnar væri í andlegu ójafnvægi og gæti til að mynda ekki farið í DNA-próf. Þetta voru ástæður sem fjölskylda Guðrúnar þótti grunsamlegar og því beindust öll spjót að afa hennar á Spáni.

Eins og áður segir fluttist Guðrún til Barcelona fyrir um áratug til að fara í nám. Hana langaði að reyna að hafa upp á fjölskyldu sinni í Barcelona og það gekk svo langt að hún fann heimilisfang afa síns. Einn daginn fór Guðrún alveg upp að dyrum en fékk sig ekki til að banka upp á.Á þessu ári var hún aftur á móti tilbúin. Sigrún Ósk fór því í mikla rannsóknarvinnu til þess að finna fjölskyldu hennar aftur. Það gekk erfilega en að lokum komst Sigrún Ósk að því að afi hennar frá Spáni hafi drukknað fyrir nokkrum árum.En erfiðustu fréttirnar voru þær að faðir Guðrúnar er í fangelsi og hefur verið heróín fíkill í mörg ár. Í sumar fór Guðrún síðan í löngu fyrirhugað frí til Spánar og þá fékk hún að hitta frænku sína og fá öll þau svör sem hún vildi.Afi hennar á Spáni var alls enginn sökudólgur. Hann vildi í raun aðeins vernda Guðrúnu frá föður sínum sem átti við mikil veikindi að stríða. Því sá hún mjög eftir þeirri ákvörðun að hafa ekki bankað upp á í Barcelona fyrir öllum þessum árum, því þá hefði hún fengið að hitta afa sinn.

Afi fylgist með að ofan

Eins og áður segir var Guðrún raun alin upp á heimili afa síns og ömmu. Afi hennar Jón hvatti Guðrúnu alltaf til þess að hafa upp á föður sínum á Spáni. Jón lést aftur á móti seint á síðasta ári og þótti henni erfitt að hugsa til þess að hann hafi ekki séð hana klára verkefnið. Hún sagði samt sem áður að afi hennar hafi gefið sér kjark til að klára verkefnið. Guðrún og Jón stóðu fyrir utan hús fjölskyldunnar á Spáni árið 2011 en úr varð að þau bönkuðu ekki upp á.Guðrún fékk að vita að faðir hennar hafi verið mjög ungur þegar hann sökk djúpt í fen fíkniefnaneyslu. Hann hefði aldrei náð sér á strik og alltaf hafnað meðferð. Hann hefði ekki verið í neinum samskiptum við fjölskyldu sína árum saman. Hann var eina barn foreldra sinna og eignaðist ekki önnur börn en Guðrúnu.Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann

Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.