Lífið

Stjörnurnar fjölmenntu í brúðkaup Jennifer Lawrence

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Jennifer Lawrence gifti sig í fallegri lúxusvillu á laugardag.
Jennifer Lawrence gifti sig í fallegri lúxusvillu á laugardag. Samsett/Belcourt/Getty Images
Leikkonan Jennifer Lawrence og listaverkasalinn Cooke Maroney giftu sig um helgina og héldu 150 manna brúðkaupsveislu. Á gestalistanum voru margar stjörnur eins og Adele, Amy Schumer, Emma Stone, Ashley Olsen, Joel Madden, Cameron Diaz, Nicole Richie, Louis Eisner, Kris Jenner, Corey Gamble og Sienna Miller.Parið túlofaði sig í febrúar á þessu ári eftir að hafa verið saman í eitt ár. Samkvæmt frétt People var brúðkaupsveislan í lúxusvillu á Rhode Island, Belcourt of Newport, sem er heimili Carolyn Radaelian stofnanda skartgripamerkisins Alex and Ani.

 

Í myndbandi frá Forbes má sjá innlit í þessa fallegu byggingu þegar framkvæmdir voru gerðar á henni. Nýjar myndir má svo finna á Instagram og á heimasíðu villunnar

Áhugasamir geta skoðað myndir af brúðhjónunum frá stóra deginum á vef TMZ, en þær eru í virkilega lélegum gæðum. Þar má þó sjá að hún var með uppsett hár og að kjóllinn hennar glitrar en samkvæmt heimildum People er hann frá Dior. 

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.