Lífið

Óklárað hús á 99 milljónir í götu Engeyinga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Í raun er ekkert inni í eigninni.
Í raun er ekkert inni í eigninni.

Fasteignasalan Remax Senter er með einbýlishús á söluskrá við Bakkaflöt í Garðabæ. Um er að ræða hús sem byggt var árið 1966 og er að stærð 240 fermetrar.

Alls eru fimm svefnherbergi í eigninni en húsið selt í núverandi ástandi. Húsið er staðsett í botnlanga og snýr garðurinn í suðvesturátt, út á friðað hraun. Búið er að teikna stækkun fyrir húsið, rífa út úr húsinu og skera út fyrir gluggum.

Húsið er í raun galtómt og er ekki að sjá að það sé gólfefni til staðar. Enginn gluggar eru í eigninni og búið er að negla viðarplötur fyrir á mörgum stöðum.

Nágrannarnir eru aftur á móti í þekktari kantinum og meðal þekktustu Garðbæinganna. Í götunni býr Einar Sveinsson fjárfestir, bróðir Benedikts Sveinssonar, pabba Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Bjarni býr sömuleiðis í götunni ásamt Þóru Margréti Baldvinsdóttur konu sinni.

Einar er faðir Benedikts Einarssonar, lögmanns og eiginmanns Birgittu Haukdal söngkonu. Benedikt og Birgitta eiga einnig heima í götunni.

Við Bakkaflötina býr einnig Jón Pálmason, sonur Pálma Jónssonar í Hagkaup, og bróðir Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur og Lilju Pálmadóttur. 

Búið að negla fyrir marga glugga.
Svæðið er fallegt.

Högnuhús í Garðabæ er einnig staðsett við Bakkaflötina og var fjallað um það í þáttunum Falleg íslensk heimili á Stöð 2. Húsið er eitt af hundrað merkustu húsum 20. aldar í norður- og miðhluta Evrópu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.