Fara í gegnum tuttugu ára feril með afmælistónleikum Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2019 20:00 Buff var stofnuð árið 1999. Hljómsveitin Buff fagnar tuttugu ára afmæli með þrennum tónleikum á næstunni. Hljómsveitin var stofnuð haustið 1999 af tilstuðlan sjónvarpsstjóra Skjás 1 á þeim tíma, sem þá hafði nýlega hafið göngu sína. Það vantaði hljómsveit til þess að vera í spjallþætti stöðvarinnar Axel og félagar, sem síðar varð Gunni og félagar og að lokum Björn og félagar. Buffið sá um alla tónlist þáttanna og einnig um innslög sem gerð voru fyrir hvern þátt. Fljótlega fór sveitin að spila á börum bæjarins og varð mjög fljótt mjög vinsæl dansleikjasveit um allt land.Allskonar lygasögur Á þessum tuttugu árum hefur sveitin gefið út fjórar breiðskífur, þar á meðal plötu með lögum Magnúsar Eiríkssonar ásamt fjölda laga á safnplötum. En á þessum árum hefur Buffið þó aldrei haldið tónleika með eigin efni, og er því við hæfi að gera það á afmælisárinu. Á afmælistónleikum Buffsins munu meðlimir sveitarinnar fara í gegnum söguna í tónum og tali. Frá mörgu er að segja og má því búast við skemmtilegri kvöldstund með lögum Buffsins og öllum sögunum frá þessum 20 árum. Frásagnirnar eru m.a. um Skjá 1, Hemma Gunn, Útrásarvíkingapartí, bankaveislur erlendis, lögreglufylgd á Suðurnesjum, Upptökur í Danmörku, útihátíðir, sveitaböll og allskonar lygasögur. Tónleikarnir eru 25. október í Bæjarbíói Hafnarfirði, 26. október í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum, og 2. nóvember á Græna hattinum, Akureyri. Sveitin gaf á dögunum út nýtt lag sem ber nafnið Alltílæ og má heyra hér að neðan. Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hljómsveitin Buff fagnar tuttugu ára afmæli með þrennum tónleikum á næstunni. Hljómsveitin var stofnuð haustið 1999 af tilstuðlan sjónvarpsstjóra Skjás 1 á þeim tíma, sem þá hafði nýlega hafið göngu sína. Það vantaði hljómsveit til þess að vera í spjallþætti stöðvarinnar Axel og félagar, sem síðar varð Gunni og félagar og að lokum Björn og félagar. Buffið sá um alla tónlist þáttanna og einnig um innslög sem gerð voru fyrir hvern þátt. Fljótlega fór sveitin að spila á börum bæjarins og varð mjög fljótt mjög vinsæl dansleikjasveit um allt land.Allskonar lygasögur Á þessum tuttugu árum hefur sveitin gefið út fjórar breiðskífur, þar á meðal plötu með lögum Magnúsar Eiríkssonar ásamt fjölda laga á safnplötum. En á þessum árum hefur Buffið þó aldrei haldið tónleika með eigin efni, og er því við hæfi að gera það á afmælisárinu. Á afmælistónleikum Buffsins munu meðlimir sveitarinnar fara í gegnum söguna í tónum og tali. Frá mörgu er að segja og má því búast við skemmtilegri kvöldstund með lögum Buffsins og öllum sögunum frá þessum 20 árum. Frásagnirnar eru m.a. um Skjá 1, Hemma Gunn, Útrásarvíkingapartí, bankaveislur erlendis, lögreglufylgd á Suðurnesjum, Upptökur í Danmörku, útihátíðir, sveitaböll og allskonar lygasögur. Tónleikarnir eru 25. október í Bæjarbíói Hafnarfirði, 26. október í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum, og 2. nóvember á Græna hattinum, Akureyri. Sveitin gaf á dögunum út nýtt lag sem ber nafnið Alltílæ og má heyra hér að neðan.
Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning