Fara í gegnum tuttugu ára feril með afmælistónleikum Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2019 20:00 Buff var stofnuð árið 1999. Hljómsveitin Buff fagnar tuttugu ára afmæli með þrennum tónleikum á næstunni. Hljómsveitin var stofnuð haustið 1999 af tilstuðlan sjónvarpsstjóra Skjás 1 á þeim tíma, sem þá hafði nýlega hafið göngu sína. Það vantaði hljómsveit til þess að vera í spjallþætti stöðvarinnar Axel og félagar, sem síðar varð Gunni og félagar og að lokum Björn og félagar. Buffið sá um alla tónlist þáttanna og einnig um innslög sem gerð voru fyrir hvern þátt. Fljótlega fór sveitin að spila á börum bæjarins og varð mjög fljótt mjög vinsæl dansleikjasveit um allt land.Allskonar lygasögur Á þessum tuttugu árum hefur sveitin gefið út fjórar breiðskífur, þar á meðal plötu með lögum Magnúsar Eiríkssonar ásamt fjölda laga á safnplötum. En á þessum árum hefur Buffið þó aldrei haldið tónleika með eigin efni, og er því við hæfi að gera það á afmælisárinu. Á afmælistónleikum Buffsins munu meðlimir sveitarinnar fara í gegnum söguna í tónum og tali. Frá mörgu er að segja og má því búast við skemmtilegri kvöldstund með lögum Buffsins og öllum sögunum frá þessum 20 árum. Frásagnirnar eru m.a. um Skjá 1, Hemma Gunn, Útrásarvíkingapartí, bankaveislur erlendis, lögreglufylgd á Suðurnesjum, Upptökur í Danmörku, útihátíðir, sveitaböll og allskonar lygasögur. Tónleikarnir eru 25. október í Bæjarbíói Hafnarfirði, 26. október í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum, og 2. nóvember á Græna hattinum, Akureyri. Sveitin gaf á dögunum út nýtt lag sem ber nafnið Alltílæ og má heyra hér að neðan. Tónlist Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Hljómsveitin Buff fagnar tuttugu ára afmæli með þrennum tónleikum á næstunni. Hljómsveitin var stofnuð haustið 1999 af tilstuðlan sjónvarpsstjóra Skjás 1 á þeim tíma, sem þá hafði nýlega hafið göngu sína. Það vantaði hljómsveit til þess að vera í spjallþætti stöðvarinnar Axel og félagar, sem síðar varð Gunni og félagar og að lokum Björn og félagar. Buffið sá um alla tónlist þáttanna og einnig um innslög sem gerð voru fyrir hvern þátt. Fljótlega fór sveitin að spila á börum bæjarins og varð mjög fljótt mjög vinsæl dansleikjasveit um allt land.Allskonar lygasögur Á þessum tuttugu árum hefur sveitin gefið út fjórar breiðskífur, þar á meðal plötu með lögum Magnúsar Eiríkssonar ásamt fjölda laga á safnplötum. En á þessum árum hefur Buffið þó aldrei haldið tónleika með eigin efni, og er því við hæfi að gera það á afmælisárinu. Á afmælistónleikum Buffsins munu meðlimir sveitarinnar fara í gegnum söguna í tónum og tali. Frá mörgu er að segja og má því búast við skemmtilegri kvöldstund með lögum Buffsins og öllum sögunum frá þessum 20 árum. Frásagnirnar eru m.a. um Skjá 1, Hemma Gunn, Útrásarvíkingapartí, bankaveislur erlendis, lögreglufylgd á Suðurnesjum, Upptökur í Danmörku, útihátíðir, sveitaböll og allskonar lygasögur. Tónleikarnir eru 25. október í Bæjarbíói Hafnarfirði, 26. október í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum, og 2. nóvember á Græna hattinum, Akureyri. Sveitin gaf á dögunum út nýtt lag sem ber nafnið Alltílæ og má heyra hér að neðan.
Tónlist Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira