Sport

„Ég sé drauga á vellinum“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sam Darnold þakkar Tom Brady fyrir leikinn.
Sam Darnold þakkar Tom Brady fyrir leikinn. Getty/Steven Ryan
Sam Darnold og félagar í New York Jets fengu algjöra útreið í NFL-deildinni í nótt þegar liðið tapaði 33-0 á móti meisturum New England Patriots og það á heimavelli sínum.New England Patriots hefur þar með unnið sjö fyrstu leiki sína á tímabilinu og er ásamt San Francisco 49ers (6 sigrar, 0 töp) einu ósigruðu liðin í deildinni.Patriots liðið hefur unnið alla leiki sína nema einn með 16 stigum eða meira þar af er stigatala liðsins í síðustu þremur leikjum 101-21. Hinn 42 ára gamli Tom Brady hefur það því frekar náðugt og getur sparað sig fyrir átökin seinna á tímabilinu nú þegar hann stefnir að sjöunda NFL-titli sínum.New England Patriots var 24-0 yfir í hálfleik í leiknum í nótt og Sam Darnold, sem þykir einn mest spennandi leikstjórnandi deildarinnar, var tekinn gersamlega úr sambandi af frábærri vörn Patriots-liðsins.Sam Darnold kastaði boltanum fjórum sinnum frá sér og aðeins 11 af 32 sendingum hans heppnaðist. Nær öll tölfræði Darnold var það versta sem hann hefur boðið upp á sínum ferli til þessa.Eins og sjá má á forsíðu New York Post þá var hrekkjavökuþema í uppslættinum frá þessum leik.Það kom ekki síst vegna þess að Sam Darnold var með hljóðnema á sér í leiknum og í eitt skiptið talaði hann um það að hann sæi drauga inn á vellinum.Tengd skjöl

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.