Enski boltinn

Fjalla um söng stuðnings­manna Liver­pool sem er einn sá vin­sælasti í heiminum í dag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stuðningsmenn Liverpool fagna 6. Evrópumeistaratitlinum.
Stuðningsmenn Liverpool fagna 6. Evrópumeistaratitlinum. vísir/getty
Stuðningsmenn Liverpool hafa haft ríka ástæðu til þess að syngja og tralla undanfarnar vikur og mánuði.Liverpool vann Meistaradeildina á síðustu leiktíð og háði baráttu við Manchester City í Englandi þar sem þeir þurftu að sætta sig við annað sætið.Þeir hafa svo byrjað núverandi leiktíð af miklum krafti og eru þeir með sex stiga forystu á Englandsmeistara Manchester City er níu umferðir eru búnar.BBC-þátturinn, Match of the Day, gerði innslag um frægan söng Liverpool-stuðningsmanna sem hefur ómað á vellinum undanfarna mánuði og flestir eru væntanlega byrjaðir að kannast við.Sungið er um sögu félagsins, fræga leikmenn og leiðina að Meistaradeildartitlunum en söngvarinn, Jamie Webster, segir að fyrst hafi hann spilað þetta fyrir heimaleik gegn Porto í Meistaradeildinni.Viku síðar þegar hann mætti í stúkuna á útivelli gegn Manchester United var hálf stúkan hoppandi og syngjandi lagið hans.Í myndbandinu er einnig sýnt frá leikmönnum Liverpool syngja lagið en myndbandið má sjá hér að ofan.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.