Sakborningar skulu víkja úr sal í amfetamínsmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2019 09:12 Einn hinna ákærðu mætir hér í dómsal við þingfestingu málsins í september. Þeir þrír sem ákærðir eru fyrir amfetamínframleiðslu í Borgarfirði hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp í júní. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu saksóknara í umfangsmiklu fíkniefnamáli þess efnis að sakborningar gæfu skýrslu hver fyrir sig við aðalmeðferð málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í morgun. Saksóknari gerði kröfuna til að koma í veg fyrir að ákærðu gætu samræmt frásögn sína. Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir framleiðslu á átta og hálfu kílói af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði annars vegar og kannabisræktun í Þykkvabæ hins vegar. Þrír aðrir voru ákærðir fyrir aðild að kannabisræktuninni. Þau hafa játað aðild að málinu og fengu skilorðsbundna dóma á dögunum. Alvar Óskarsson og Einar Jökull Einarsson, sem hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða árið 2007 sem varðaði stórfellt fíkniefnasmygl, eru ásamt Margeiri Pétri Jóhannssyni ákærðir fyrir amfetamínframleiðsluna. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir á peningaþvættisanga málsins. Grunur leikur á að fé hafi verið þvættað í gegnum atvinnurekstur. Fram kom við fyrirtöku málsins á dögunum að Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, óttaðist að fyrrnefndir þrír gætu samræmt framburð sinn ef þeir heyrðu hvað hinir hefðu að segja í dómssal. RÚV greindi frá því á mánudag að Alvar og Einar Jökull hefðu verið þöglir sem gröfin í skýrslutökum hjá lögreglu og litlu svarað um ásakanir á hendur sér. Hafa verjendur bent á að erfitt sé fyrir þá að svara fyrir ásakanir þegar ákæra í peningaþvættisanga málsins sé ekki komin fram. Svör við spurningum varðandi amfetamínframleiðsluna geti verið notuð gegn þeim í peningaþvættismálinu hvenær svo sem það kemur til kasta dómstóla. Óvænt útspil varð í málinu í síðustu viku þegar greint var frá því að fram hefði stigið karlmaður sem játaði alla sök í málinu. Sá hefur verið yfirheyrður af lögreglu en framburður hans engu breytt hvað saksókn varðar í málinu. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari tjáði Vísi í síðustu viku að ákæra í málinu væri studd gögnum sem bentu til sektar ákærðu. Þó taldi hún líklegt að einstaklingurinn sem steig fram yrði kallaður fyrir sem vitni við aðalmeðferð málsins sem fyrirhuguð er um mánaðamótin. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu saksóknara í umfangsmiklu fíkniefnamáli þess efnis að sakborningar gæfu skýrslu hver fyrir sig við aðalmeðferð málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í morgun. Saksóknari gerði kröfuna til að koma í veg fyrir að ákærðu gætu samræmt frásögn sína. Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir framleiðslu á átta og hálfu kílói af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði annars vegar og kannabisræktun í Þykkvabæ hins vegar. Þrír aðrir voru ákærðir fyrir aðild að kannabisræktuninni. Þau hafa játað aðild að málinu og fengu skilorðsbundna dóma á dögunum. Alvar Óskarsson og Einar Jökull Einarsson, sem hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða árið 2007 sem varðaði stórfellt fíkniefnasmygl, eru ásamt Margeiri Pétri Jóhannssyni ákærðir fyrir amfetamínframleiðsluna. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir á peningaþvættisanga málsins. Grunur leikur á að fé hafi verið þvættað í gegnum atvinnurekstur. Fram kom við fyrirtöku málsins á dögunum að Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, óttaðist að fyrrnefndir þrír gætu samræmt framburð sinn ef þeir heyrðu hvað hinir hefðu að segja í dómssal. RÚV greindi frá því á mánudag að Alvar og Einar Jökull hefðu verið þöglir sem gröfin í skýrslutökum hjá lögreglu og litlu svarað um ásakanir á hendur sér. Hafa verjendur bent á að erfitt sé fyrir þá að svara fyrir ásakanir þegar ákæra í peningaþvættisanga málsins sé ekki komin fram. Svör við spurningum varðandi amfetamínframleiðsluna geti verið notuð gegn þeim í peningaþvættismálinu hvenær svo sem það kemur til kasta dómstóla. Óvænt útspil varð í málinu í síðustu viku þegar greint var frá því að fram hefði stigið karlmaður sem játaði alla sök í málinu. Sá hefur verið yfirheyrður af lögreglu en framburður hans engu breytt hvað saksókn varðar í málinu. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari tjáði Vísi í síðustu viku að ákæra í málinu væri studd gögnum sem bentu til sektar ákærðu. Þó taldi hún líklegt að einstaklingurinn sem steig fram yrði kallaður fyrir sem vitni við aðalmeðferð málsins sem fyrirhuguð er um mánaðamótin.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira