Lífið

Vilja 220 milljónir fyrir einbýli í Kórahverfinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega falleg eign á góðum stað.
Einstaklega falleg eign á góðum stað.

Hjónin Matthildur Baldursdóttir og Reinhard Valgarðsson hafa sett fallegt einbýlishús sitt við Auðnakór í Kópavogi á sölu og er ásett verð 220 milljónir.

Þau Matthildur og Reinhard áttu og ráku tvær Cintamani-verslanir í Nova Scotia í Kanada um skeið en þeim verslunum hefur nú verið lokað. 

Húsið við Auðnakór er 395,8 fermetrar að stærð og stendur á einstökum útsýnisstað í Kópavogi. 

Fasteignamat eignarinnar er 125 milljónir en húsið var byggt árið 2011 en þau hjónin byggðu húsið sjálf á sínum tíma. Þar eru fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi.

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni en fleiri myndir má sjá á Fasteignavef Vísis.

Uppfært klukkan 15:36 - Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að þau Matthildur og Reinhard ættu tvær verslanir Cintamani í Kanada en nú hefur fréttin verið uppfærð þar sem búið er að loka þeim verslunum og koma hjónin ekki að rekstri Cintamani á neinn hátt í dag. 

Setustofan og borðstofan liggja saman þar sem arininn fær að njóta sín.
Útsýnið ekki af verri gerðinni.
Eldhúsið er einnig í sama rými og borðstofan og setustofan og er rýmið stórt og bjart.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.