„Þetta verður guðs hús og það verður öllum opið“ Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2019 14:15 Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, segir það miklar gleðifréttir að byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hafi samþykkt beiðni félagsins um að byggja mosku við Suðurlandsbraut. „Loksins erum við að sjá fyrir endann á þessari baráttu sem er standa yfir alveg frá 1999,“ sagði Salmann í samtali við Vísi. „Það eru tuttugu ár síðan við sóttum um. Við erum mjög þakklátir og ánægðir.“ Salmann segist vona til þess að hægt verði að byrja framkvæmdir við moskuna í sumar. „Við viljum í raun og veru byrja sem fyrst en það þarf byggingarmeistara og ýmislegt fleira. Þetta er allt í guðs höndum en við stefnum á sumarið.“ „Ég vil taka það fram að þetta er hús fyrir alla Íslendinga. Alveg eins og ég get farið í hvaða kirkju sem er þá munu allir á Íslandi geta komið og heimsótt okkur, eins og er í Ármúla. Þetta verður guðs hús og það verður öllum opið.“ Klippa: Bænahús múslima samþykkt Nú eru 565 í söfnuði Félags múslima á Íslandi. Húsnæði félagsins í Ármúlanum er um 110 fermetrar og Salmann segir það orðið mjög þröngt fyrir hópinn. Í umsókninni er sótt um leyfi til að byggja 677 fermetra bænahús á tveimur hæðum úr forsteyptum einingum við lóð á Suðurlandsbraut 76. Gert er ráð fyrir að fyrsta hæð verði um 598 fermetrar og önnur hæðin 79 fermetrar. Það mun því verða mikil breyting fyrir söfnuðinn. Sjá einnig: Moskan á Suðurlandsbraut samþykkt Salmann segir að framkvæmdin gæti kostað allt að 200 milljónir króna. Þar mun félagið treysta á meðlimi og velviljaða aðila. Hann segir það ávallt hafa verið stefnu félagsins að taka ekki við fjármagni frá ríkisstjórnum ríkja með slæma sögu varðandi mannréttindi. Vísar hann til ríkja eins og Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. „Það kemur ekki til greina. Við vinnum það sjálfir með aðstoð okkar bræðra á Íslandi, öðrum í Norðurlöndum og öllum sem vilja hjálpa. Mér myndi þykja vænt um það,“ segir Salmann. Reykjavík Trúmál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira
Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, segir það miklar gleðifréttir að byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hafi samþykkt beiðni félagsins um að byggja mosku við Suðurlandsbraut. „Loksins erum við að sjá fyrir endann á þessari baráttu sem er standa yfir alveg frá 1999,“ sagði Salmann í samtali við Vísi. „Það eru tuttugu ár síðan við sóttum um. Við erum mjög þakklátir og ánægðir.“ Salmann segist vona til þess að hægt verði að byrja framkvæmdir við moskuna í sumar. „Við viljum í raun og veru byrja sem fyrst en það þarf byggingarmeistara og ýmislegt fleira. Þetta er allt í guðs höndum en við stefnum á sumarið.“ „Ég vil taka það fram að þetta er hús fyrir alla Íslendinga. Alveg eins og ég get farið í hvaða kirkju sem er þá munu allir á Íslandi geta komið og heimsótt okkur, eins og er í Ármúla. Þetta verður guðs hús og það verður öllum opið.“ Klippa: Bænahús múslima samþykkt Nú eru 565 í söfnuði Félags múslima á Íslandi. Húsnæði félagsins í Ármúlanum er um 110 fermetrar og Salmann segir það orðið mjög þröngt fyrir hópinn. Í umsókninni er sótt um leyfi til að byggja 677 fermetra bænahús á tveimur hæðum úr forsteyptum einingum við lóð á Suðurlandsbraut 76. Gert er ráð fyrir að fyrsta hæð verði um 598 fermetrar og önnur hæðin 79 fermetrar. Það mun því verða mikil breyting fyrir söfnuðinn. Sjá einnig: Moskan á Suðurlandsbraut samþykkt Salmann segir að framkvæmdin gæti kostað allt að 200 milljónir króna. Þar mun félagið treysta á meðlimi og velviljaða aðila. Hann segir það ávallt hafa verið stefnu félagsins að taka ekki við fjármagni frá ríkisstjórnum ríkja með slæma sögu varðandi mannréttindi. Vísar hann til ríkja eins og Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. „Það kemur ekki til greina. Við vinnum það sjálfir með aðstoð okkar bræðra á Íslandi, öðrum í Norðurlöndum og öllum sem vilja hjálpa. Mér myndi þykja vænt um það,“ segir Salmann.
Reykjavík Trúmál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira