Grætti eiginkonu sína með grönnum líkamanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2019 17:03 Leikarinn Simon Pegg lagði mikið á sig fyrir hlutverk sitt í hasarmyndinni Inheritance. Skjáskot/Instagram Breski leikarinn Simon Pegg greindi frá því í gær að hann hefði grætt eiginkonu sína, Maureen McCann, með því að grennast gífurlega vegna kvikmyndar sem hann lék í fyrr á þessu ári. Pegg, sem er 49 ára, umbreytti líkama sínum á stuttum tíma fyrir hlutverk sitt í hasarmyndinni Inheritance. Ljósmynd sem Nick Lower, einkaþjálfari Peggs, birti af leikaranum á Instagram í mars vakti töluverða athygli en þar sést árangurinn bersýnilega. Pegg léttist enda um tæp tíu kíló og kom líkamsfitunni niður í átta prósent. Pegg var inntur eftir viðbrögðum McCann við umbreytingunni þar sem hann sat fyrir svörum á Comic con-ráðstefnu í London í gær. Þar viðurkenndi hann að hún hefði ekki verið ýkja hrifin. „Ég varð að verða mjög, mjög grannur vegna verkefnis sem ég vann á þessu ári og konan mín grét yfir því vegna þess að ég varð ekkert nema skinn og bein, þannig að hún var ekki ánægð með það.“ Pegg og McCann hafa verið gift í fjórtán ár. Hann ítrekaði það jafnframt á ráðstefnunni í gær að hann legði það ekki í vana sinn að tileinka sér svokallað „method acting“, leiklistaraðferð þar sem leikarar innlima hlutverk inn í líf sitt – aðferð sem leikarar á borð við Joaquin Phoenix og Christian Bale eru þekktir fyrir að beita. Við tökur á Inheritance hafi líklega orðið breyting þar á en McCann héldi honum þó ævinlega niðri á jörðinni. „Hún kemur í veg fyrir að ég verði skeytingarlaus leikarahálfviti,“ sagði Pegg. View this post on Instagram#SimonPegg 6 month body transformation for #InheritanceMovie The brief for this role was lean, VERY lean. It required a specific body shape & look. Body weight: 78kg 69kg Body Fat: 12% 8% A mix of strength, circuits, core & 60km p/w trail runs! A sound nutrition plan that worked for him and his goals 6 months of hard work has paid off and I tip my hat to you sir... A post shared by Nick Lower (@rebourne_fitness_nutrition) on Mar 1, 2019 at 1:26am PST Pegg er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Shaun of the Dead. Þá fer hann um þessar mundir með hlutverk í kvikmyndabálkunum Star Trek og Mission Impossible. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hasarinn ræður ríkjum í nýrri Mission Impossible stiklu Mission: Impossible - Fallout. Eltingaleikir á þyrlum, mótorhjólum og bílum, slagsmál, klettaklifur, skothríð og dass af tilfinningum. 5. febrúar 2018 19:45 Ekkert er Cruise ómögulegt Tom Cruise steig fyrst fram sem ofurnjósnarinn Ethan Hunt í Mission: Impossible 1996. Myndin sló í gegn og á rúmum tveinur áratugum eru MI-myndirnar orðnar sex. Sú nýjasta er almennt talin best. Jafnvel ein besta spennumynd síðari tíma. 16. ágúst 2018 10:00 Simon Pegg segir Star Trek-aðdáendum að fara norður og niður Breski leikarinn er ósáttur við vonsvikna Trekkara. 22. ágúst 2013 20:16 Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
Breski leikarinn Simon Pegg greindi frá því í gær að hann hefði grætt eiginkonu sína, Maureen McCann, með því að grennast gífurlega vegna kvikmyndar sem hann lék í fyrr á þessu ári. Pegg, sem er 49 ára, umbreytti líkama sínum á stuttum tíma fyrir hlutverk sitt í hasarmyndinni Inheritance. Ljósmynd sem Nick Lower, einkaþjálfari Peggs, birti af leikaranum á Instagram í mars vakti töluverða athygli en þar sést árangurinn bersýnilega. Pegg léttist enda um tæp tíu kíló og kom líkamsfitunni niður í átta prósent. Pegg var inntur eftir viðbrögðum McCann við umbreytingunni þar sem hann sat fyrir svörum á Comic con-ráðstefnu í London í gær. Þar viðurkenndi hann að hún hefði ekki verið ýkja hrifin. „Ég varð að verða mjög, mjög grannur vegna verkefnis sem ég vann á þessu ári og konan mín grét yfir því vegna þess að ég varð ekkert nema skinn og bein, þannig að hún var ekki ánægð með það.“ Pegg og McCann hafa verið gift í fjórtán ár. Hann ítrekaði það jafnframt á ráðstefnunni í gær að hann legði það ekki í vana sinn að tileinka sér svokallað „method acting“, leiklistaraðferð þar sem leikarar innlima hlutverk inn í líf sitt – aðferð sem leikarar á borð við Joaquin Phoenix og Christian Bale eru þekktir fyrir að beita. Við tökur á Inheritance hafi líklega orðið breyting þar á en McCann héldi honum þó ævinlega niðri á jörðinni. „Hún kemur í veg fyrir að ég verði skeytingarlaus leikarahálfviti,“ sagði Pegg. View this post on Instagram#SimonPegg 6 month body transformation for #InheritanceMovie The brief for this role was lean, VERY lean. It required a specific body shape & look. Body weight: 78kg 69kg Body Fat: 12% 8% A mix of strength, circuits, core & 60km p/w trail runs! A sound nutrition plan that worked for him and his goals 6 months of hard work has paid off and I tip my hat to you sir... A post shared by Nick Lower (@rebourne_fitness_nutrition) on Mar 1, 2019 at 1:26am PST Pegg er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Shaun of the Dead. Þá fer hann um þessar mundir með hlutverk í kvikmyndabálkunum Star Trek og Mission Impossible.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hasarinn ræður ríkjum í nýrri Mission Impossible stiklu Mission: Impossible - Fallout. Eltingaleikir á þyrlum, mótorhjólum og bílum, slagsmál, klettaklifur, skothríð og dass af tilfinningum. 5. febrúar 2018 19:45 Ekkert er Cruise ómögulegt Tom Cruise steig fyrst fram sem ofurnjósnarinn Ethan Hunt í Mission: Impossible 1996. Myndin sló í gegn og á rúmum tveinur áratugum eru MI-myndirnar orðnar sex. Sú nýjasta er almennt talin best. Jafnvel ein besta spennumynd síðari tíma. 16. ágúst 2018 10:00 Simon Pegg segir Star Trek-aðdáendum að fara norður og niður Breski leikarinn er ósáttur við vonsvikna Trekkara. 22. ágúst 2013 20:16 Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
Hasarinn ræður ríkjum í nýrri Mission Impossible stiklu Mission: Impossible - Fallout. Eltingaleikir á þyrlum, mótorhjólum og bílum, slagsmál, klettaklifur, skothríð og dass af tilfinningum. 5. febrúar 2018 19:45
Ekkert er Cruise ómögulegt Tom Cruise steig fyrst fram sem ofurnjósnarinn Ethan Hunt í Mission: Impossible 1996. Myndin sló í gegn og á rúmum tveinur áratugum eru MI-myndirnar orðnar sex. Sú nýjasta er almennt talin best. Jafnvel ein besta spennumynd síðari tíma. 16. ágúst 2018 10:00
Simon Pegg segir Star Trek-aðdáendum að fara norður og niður Breski leikarinn er ósáttur við vonsvikna Trekkara. 22. ágúst 2013 20:16