Innlent

Háar greiðslur vegna svikabréfs

Ari Brynjólfsson skrifar
Bréf sambærilegt því sem barst fyrirtækinu.
Bréf sambærilegt því sem barst fyrirtækinu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
„Það voru mikil mistök að svara þessu bréfi. Ég hélt að þetta væri beiðni um virðisaukaskatts­númer vegna viðskipta minna við fyrirtæki í Þýskalandi. Ég las ekki smáa letrið,“ segir fyrirtækjaeigandi í Reykjavík sem svaraði kröfubréfi frá Þýskalandi.

Með því að svara bréfinu er fyrirtækið búið að skuldbinda sig til að greiða 711 evrur árlega í þrjú ár, sem gerir alls um 300 þúsund krónur.

Líkt og Fréttablaðið greindi frá í ágúst er um að ræða bréf sem hafa verið send á íslensk fyrirtæki þar sem þau eru krafin um að gefa upp virðisaukaskattsnúmer í tengslum við persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins. Það sem þau fá í staðinn er skráning á þýskri vefsíðu.

Fyrirtækjaeigandinn, sem vildi alls ekki koma fram undir nafni, segir þetta ekki í fyrsta sinn sem bréf af þessu tagi hafi borist. „Ég er með eitt svona ofan í skúffu frá því í fyrra. Þetta kemur held ég á hverju ári.“

Nú situr fyrirtækið uppi með háan reikning. „Þetta er póstkrafa upp á 711 evrur sem ég átti að borga um miðjan september. Nú er komin ítrekun. Ég þarf að drífa mig að borga áður en þetta fer í innheimtu.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.