Menning

Tokarczuk og Hand­ke fá Nóbelsverðlaunin

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar
Olga Tokarczuk er nýr Nóbelsverðlaunahafi.
Olga Tokarczuk er nýr Nóbelsverðlaunahafi. Nordic­photos/Getty
Rit­höfundarnir Olga Tokarczuk og Peter Hand­ke hljóta bók­mennta­verð­laun Nóbels fyrir árið 2018 og 2019. Verðlaunin voru ekki veitt í fyrra vegna hneykslismáls í kjölfar metoo-hreyfingarinnar.

Tæki ímyndunaraflsins

Hin pólska Tokarczuk er fædd árið 1962. Hún er fyrsti pólski rithöfundurinn til að hljóta hin alþjóðlegu Man Booker-verðlaun fyrir skáldsögu sem nefnist á ensku Flight. Hún kom hingað til lands á pólska menningarhátíð í Reykjavík árið 2006.Hún hlýtur Nóbelsverð­launin fyrir árið 2018. Rithöfundurinn Sjón þekkir vel til verka hennar. „Ég hef spáð því í tíu ár að hún myndi fá verðlaunin. Það lá alveg ljóst fyrir mér þegar ég las bók eftir hana sem heitir á ensku House of Day, House of Night og gerist í landshluta þar sem Þjóðverjar bjuggu áður en voru reknir af heimilum sínum í lok seinni heimsstyrjaldar. Hún lýsir samfélagi þeirra aðfluttu mjög vel og sömuleiðis vofuveröld hinna sem voru reknir í burtu,“ segir Sjón.„Þegar ég las bókina hugsaði ég með mér að hún væri að gera nokkuð mjög sérstakt. Þarna var hún að kalla fram sögu sem hefði verið þögguð niður og gerði það með tækjum ímyndunaraflsins og bókmenntanna. Í öllum sínum verkum trúir hún á að bókmenntirnar fari með okkur yfir öll landamæri og þurrki þau út, milli fólks, tíma og tilverustiga.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.