Innlent

Sala Sigurhæða sett í biðstöðu

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Ákvörðun um sölu Sigurhæða hefur valdið úlfúð á Akureyri.
Ákvörðun um sölu Sigurhæða hefur valdið úlfúð á Akureyri. Fréttablaðið/Friðrik
Bæjarráð Akureyrar hefur falið Akureyrarstofu að skoða hugmyndir sem komið hafa fram um nýja nýtingu á Sigurhæðum, skáldahúsi Matthíasar Jochumssonar. Áætlanir bæjarstjórnar um að selja húsið hafa vakið sterkar tilfinningar í bænum og margir látið í sér heyra. Stefna bæjarstjórnar er enn þá að selja.

Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og formaður Akureyrarstofu, segir að margar nýjar hugmyndir um notkun hafi borist en þær séu ekki opinberar. „Ef þær breyta málinu þá endurskoðum við afstöðu okkar,“ segir hún en bætir við að enginn tímarammi hafi verið settur.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs, vill ekki svara því hvort einhverjir hafi sýnt áhuga á kaupum. „Við ætlum að flýta okkur hægt í þessu máli,“ segir hann. Hilda segir að engin formleg boð í húsið hafi borist en hún hafi heyrt af miklum áhuga.




Tengdar fréttir

Stefna að því að selja Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar

Akureyrarbær stefnir að því að selja Sigurhæðir, sögufrægt hús sem þjóðskáldið Matthías Jochumsson lét byggja árið 1903. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar og oddviti Framsóknar, segir að ástæðan sé sú að húsið, sem er friðað, hafi ekki nýst sem skyldi vegna aðgengismála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×