Sport

Fyrstur til að hlaupa maraþon á undir tveimur tímum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Eliud Kipchoge
Eliud Kipchoge vísir/getty

Keníumaðurinn Eliud Kipchoge skráði sig enn einu sinni á spjöld sögunnar í morgun þegar hann varð fyrsti maðurinn til að hlaupa heilt maraþon á innan við tveimur klukkustundum.

Hann hóf hlaupið klukkan 06:15 að íslenskum tíma í morgun og kom í mark á einni klukkustund, 59 mínútum og 40 sekúndum. Hlaupið var í Vín í Austurríki.

Tíminn verður þó ekki skráður sem opinbert heimsmet þar sem ekki var um hefðbundið maraþon að ræða en búin var til sérstök hlaupaleið í Vín þar sem brautin var að mestu leyti bein. Kipchoge er sjálfur handhafi heimsmetsins í maraþonhlaupi auk þess að vera ríkjandi Ólympíumeistari.

Heimsmetið er tvær klukkustundir, ein mínúta og 39 sekúndur; sett í Berlínarmaraþoninu 2018.

Þetta var í annað sinn sem Kipchoge gerði sérstaka tilraun til að rjúfa tveggja klukkustunda múrinn en honum mistókst í Monza á Ítalíu árið 2017 þegar hann hljóp á tveimur klukkustundum og 25 sekúndumAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.